Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 23. júlí 2024 19:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tvöfaldur Íslandsmeistari semur í Portúgal (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tobias Thomsen, sem lék með KR tímabilin 2017, 2019 og fyrri hlutann 2020, hefur samið við portúgalska félagið Torreense. Hann lék einnig með Val á Íslandi, lék með liðinu tímabilið 2018.

Hann varð Íslandsmeistari 2018 með Val og aftur 2019 með KR. Framherjinn var í aukahlutverki hjá Val, skoraði einungis eitt mark í 14 leikjum en skoraði sjö í 21 leik með KR tímabilið 2019. Alls skoraði hann 24 mörk í 73 leikjum í deild og bikar á Íslandi og tvö mörk í sjö Evrópuleikjum.

Hann fer til Torreense frá Hvidövre í Danmörku. Thomsen er 31 árs og var markahæsti leikmaður Hvidövre í fyrra þegar liðið féll úr dönsku Superliga.

Thomsen á að hjálpa til í sóknarleik Torreense sem er í B-deildinni í Portúgal.
Athugasemdir
banner
banner