fös 23. ágúst 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Silva skipar Richarlison og Mina að bæta enskuna
Richarlison fagnar marki.
Richarlison fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Marco Silva, stjóri Everton, vill að Richarlison og Yerri Mina leikmenn liðsins bæti enskukunnáttu sína sem allra fyrst.

Silva vill að leikmenn Everton tjái sig á ensku innan vallar og allir leikmenn sem ekki kunna ensku eru sendir í enskukennslu þegar þeir koma til félagsins.

Brasilíski sóknarmaðurinn Richarlison á þó ennþá eitthvað í land í enskunni líkt og kolumbíski varnarmaðurinn Mina.

„Richarlison er ekki eins góður og ég hefði viljað en við erum að reyna á hverjum degi. Það sama á við um Mina," sagði SIlva.

„Við viljum frá meira frá þeim. Þeir eur orðnir aðeins betri í ensku en ekki eins góðir og við hefði viljað. Þetta er eitthvað sem ég krefst að þeir geri því þetta er lykill að því að aðlagast hraðar og skilja allt sem er í gangi í kringum þá á hverjum degi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner