Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. september 2022 09:10
Brynjar Ingi Erluson
Merson um Le Tissier: Hann fékk margar áminningar frá Sky
Matt Le Tissier (t.v.)
Matt Le Tissier (t.v.)
Mynd: Getty Images
Paul Merson
Paul Merson
Mynd: Getty Images
Paul Merson, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Matt Le Tissier hafi fengið margar áminningar frá breska miðlinum áður en hann var rekinn.

Le Tissier, sem var samstarfsmaður Merson hjá Sky, var rekinn fyrir tveimur árum eftir að hann viðraði oft undarlegar skoðanir og samsæriskenningar á ýmsum málefnum.

Hann var látinn fara ásamt Phil Thompson og Charlie Nicholas en Le Tissier, sem er einn af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, fékk margar áminningar frá Sky áður en hann fékk loks sparkið eftir að hafa viðrað skoðanir sínar um kórónaveiruna.

„Það er ekki sniðugt að reyna að vera alltaf sniðugur. Ef þú trúir einhverju þá þarftu ekki alltaf að deila því með öllum. Hann fékk svo margar áminningar frá Sky og ef það gerist þá dregur þú í land, en ég það hjálpar mér þarna að vera ekki svo klár. Það er margt sem ég er klár í en ég blandaði mér ekkert í þessa Covid-umræðu. Ég þekki þetta ekki nógu vel," sagði Merson um Le Tissier.

Le Tissier hefur komið sér í enn frekari vandræði síðan. Hann hætti sem sendiherra Southampton á dögunum eftir að hann dreifði þeirri samsæriskenningu að fjölmiðlar væru að ljúga því að Rússar hefðu gert innrás inn í Úkraínu. Þá sá hann myndband af ástandinu í Úkraínu og sagði að þar væru sérhæfðir leikarar á ferð.

Englendingurinn var fyrsti miðjumaðurinn til að skora 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni og skoraði úr 47 af 48 vítaspyrnum sínum á ferlinum. Magnaður á velli en samsæriskenningarnar hafa orðið honum að falli utan vallar.
Athugasemdir
banner
banner