Liverpool vann nágrannaslaginn gegn Everton, 2-0, á meðan Arsenal kom til baka gegn Chelsea og náði í 2-2 jafntefli á Stamford Bridge. Manchester United vann ósannfærandi sigur á Sheffield United, 2-1, og þá endurheimti Tottenham toppsætið með 2-0 sigri á Fulham í kvöld.
Garth Crooks hjá BBC hefur valið lið níundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.
Vörn: Kieran Trippier (Newcastle) - Sendingin hans í marki Jacob Murphy var ekkert annað en tær snilld. Mikilvægur hluti af sterku liði Newcastle.
Miðja: James Maddison (Tottenham) - Verið frábær frá því hann kom frá Leicester og skoraði loks sitt fyrsta mark á heimavelli í deildinni. Besti maður Tottenham í kvöld.
Miðja: Declan Rice (Arsenal) - Átti stóran þátt í endurkomu Arsenal gegn Chelsea. Skoraði laglegt mark eftir mistök Robert Sanchez.
Miðja: Jeremy Doku (Manchester CIty - Hvað var Roberto De Zerbi að spá að setja James Milner á Doku? Belgíski leikmaðurinn nýtti svakalegan hraða sinn og skapaði alls konar vandræði fyrir Brighton
Sókn: Mohamed Salah (Liverpool) - Salah elskar að skora gegn Everton. Setti eitt úr víti og annað gott mark í uppbótartíma. Salah funheitur í byrjun tímabils.
Sókn: Erling Braut Haaland (Manchester City) - Kom sér aftur á skrið í 2-1 sigrinum á Brighton með einu marki og gaman að sjá hvort hann haldi þessu flæði.
Athugasemdir