Síðasta umferðin fyrir jól var heldur betur góð fyrir Liverpool sem vann 6-3 sigur á Tottenham í mögnuðum fótboltaleik. Liðið styrkti stöðu sína á toppnum en Chelsea gerði aðeins markalaust jafntefli gegn Everton.
Troy Deeney sérfræðingur BBC hefur valið lið umferðarinnar.
Troy Deeney sérfræðingur BBC hefur valið lið umferðarinnar.
Markvörður: Kepa Arrizabalaga (Bournemouth) - Hélt aftur hreinu og átti fyrirmyndar vörslur í 3-0 sigri gegn Manchester United. Annað tímabilið í röð sem Bournemouth vinnur 3-0 á Old Trafford!
Varnarmaður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) - Algjörlega ótrúleg frammistaða gegn Tottenham, sóknarlega.
Varnarmaður: Ola Aina (Nottingham Forest) - Forest er að gera góða hluti og vann 2-0 gegn Brentford. Aina var traustur í vörninni og skoraði að auki.
Varnarmaður: James Tarkowski (Everton) - Everton reyndist hindrun fyrir Arsenal og núna Chelsea. Geta verið hrikalega öflugir varnarlega með Tarkowski sem algjöran leiðtoga.
Varnarmaður: Dean Huijsen (Bournemouth) - Þessi nítján ára strákur hefur verið að spila mjög vel og hann kom Bournemouth á bragðið með því að skora gegn Manchester United.
Miðjumaður: Matheus Cunha (Wolves) - Sama hvað hefur gengið á hjá Úlfunum hefur Cunha alltaf spilað vel á tímabilinu. Skoraði í 3-0 sigri gegn Leicester, algjör draumabyrjun hjá nýja stjóranum Vitor Pereira.
Miðjumaður: Thomas Partey (Arsenal) - Herra áreiðanlegur stendur sig alltaf sama hvaða stöðu hann er látinn spila. Hann hjálpaði Arsenal að vinna 5-1 sigur gegn Crystal Palace.
Sóknarmaður: Alexander Isak (Newcastle) - Verðmiðinn hækkar og hækkar. Hefur verið gjörsamlega geggjaður og skoraði þrennu gegn Ipswich.
Sóknarmaður: Mohamed Salah (Liverpool) - Hvað er hægt að segja meira um þennan gæja? Tvö mörk og tvær stoðsendingar í markaveislunni gegn Tottenham.
Stjórinn: Andoni Iraola (Bournemouth) - Er með Bournemouth í fimmta sæti deildarinnar. Liðið spilar flottan fótbolta og hefur unnið Arsenal, Manchester City og Manchester United. Glæsilegur árangur.
Athugasemdir