Toppliðin Arsenal, Manchester City og Aston Villa unnu öll í 17. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Troy Deeney hjá BBC sér um að velja lið umferðarinnar.
Markvörður: Gianluigi Donnarumma (Manchester City) - Vissulega 3-0 sigur gegn West Ham en Ítalinn átti flottan leik og öflugar vörslur.
Vörn: Reece James (Chelsea) - Frábært aukaspyrnumark í 2-2 jafntefli gegn Newcastle. Er í fantaformi.
Vörn: Piero Hincapie (Arsenal) - Siglir aðeins undir radarnum í umræðunni. Hefur leikið fantavel og var traustur gegn Everton.
Vörn: Antonee Robinson (Fulham) - Bandaríski landsliðsmaðurinn er kominn úr meiðslum og farinn að spila gríðarlega vel.
Miðja: Morgan Rogers (Aston Villa) - Maður helgarinnar. Tvö frábær mörk í sigri á Manchester United. Fer með himinskautum með Villa.
Sókn: Erling Haaland (Manchester City) - Skoraði tvö en hefði átt að skora fjögur gegn West Ham. Næsta mark hans verður 150. mark hans fyrir City.
Athugasemdir


