Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skrópaði í leik og verður núna seldur
Morgan Whittaker.
Morgan Whittaker.
Mynd: Getty Images
Plymouth hefur samþykkt tilboð í framherjann Morgan Whittaker, nokkrum dögum eftir að hann skrópaði í leik.

Tilboðið er frá Middlesbrough og er upp á 8 milljónir punda.

Whittaker hefur skorað 33 mörk í 103 leikjum fyrir Plymouth eftir að hann var keyptur til félagsins frá Swansea fyrir 1 milljón punda árið 2023. Hann varð þá dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Whittaker átti að spila síðasta leik gegn Burnley en hann vildi ekki spila og skrópaði í leikinn. Það var hans síðasti leikur fyrir Plymouth.

„Þetta sýnir skort á hugarfari. Þú þarft að axla þína ábyrgð þegar þú er samningsbundinn. Þú hefur skyldur, ekki bara gagnvart félaginu heldur einnig liðsfélögum. Þú átt ekki að bregðast félögum þínum," sagði Miron Muslic, stjóri Plymouth, eftir leikinn gegn Burnley en Whittaker vildi fara.

Plymouth er í basli í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands, og er í fallhættu.
Athugasemdir
banner
banner