Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   fim 23. janúar 2025 09:08
Elvar Geir Magnússon
Liðsfélagi Guðlaugs Victors skrópaði
Miron Muslic.
Miron Muslic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Plymouth eru allt annað en glaðir þessa dagana og létu óánægju sína í ljós eftir 0-5 tap gegn Burnley í gær. Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson fær mikla gagnrýni eftir leikinn eins og fleiri liðsfélagar hans.

Stjóri Plymouth segir leikmenn sína hafa gefist upp eftir að hafa lent undir en BBC skrifar fyrsta markið á mistök Guðlaugs Victors.

„Við gáfum fyrsta markið á silfurfati eftir einstaklingsmistök. En þetta er fótbolti og svona getur gerst. En liðið brást við með því að gefast upp, það var ekki vilji til að halda áfram að berjast," segir Miron Muslic en hann tók við af Wayne Rooney.

Burnley var 5-0 yfir í hálfleik og margir stuðningsmenn Plymouth létu sig hverfa af vellinum eftir fyrri hálfleikinn.

„Þú ferð inn í hálfleikinn fimm mörkum undir og veist að leikurinn er búinn. Pressan var öll á okkur og stuðningsmenn létu okkur heyra það verðskuldað."

Það vakti athygli að framherjinn Morgan Whittaker var ekki með Plymouth. Muslic segir að leikmaðurinn hafi átt að vera í hóp en hafi ekki mætt þegar leikmenn komu saman fyrir leikinn. Hann var svo mættur í stúkuna þegar leikurinn fór fram.

„Þetta sýnir skort á hugarfari. Þú þarft að axla þína ábyrgð þegar þú er samningsbundinn. Þú hefur skyldur, ekki bara gagnvart félaginu heldur einnig liðsfélögum. Þú átt ekki að bregðast félögum þínum," segir Muslic en Whittaker vill yfirgefa félagið og hafa Burnley og Middesbrough gert tilboð í hann.

Það gengur ekkert hjá Plymouth sem er í neðsta sæti Championship-deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti í deildinni.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 20 13 5 2 51 22 +29 44
2 Middlesbrough 20 11 6 3 30 21 +9 39
3 Millwall 19 10 4 5 23 25 -2 34
4 Preston NE 20 8 8 4 27 21 +6 32
5 Ipswich Town 19 8 7 4 33 19 +14 31
6 QPR 20 9 4 7 27 30 -3 31
7 Stoke City 19 9 3 7 26 18 +8 30
8 Southampton 20 8 6 6 34 28 +6 30
9 Bristol City 19 8 5 6 26 21 +5 29
10 Birmingham 20 8 4 8 29 25 +4 28
11 Watford 20 7 7 6 28 26 +2 28
12 Hull City 19 8 4 7 31 34 -3 28
13 Wrexham 19 6 9 4 24 21 +3 27
14 Leicester 19 7 6 6 25 24 +1 27
15 Derby County 19 7 5 7 26 28 -2 26
16 West Brom 20 7 4 9 23 28 -5 25
17 Sheffield Utd 20 7 2 11 25 29 -4 23
18 Swansea 20 6 5 9 21 27 -6 23
19 Charlton Athletic 19 6 5 8 19 25 -6 23
20 Blackburn 19 6 4 9 19 24 -5 22
21 Oxford United 20 4 7 9 21 28 -7 19
22 Portsmouth 19 4 5 10 15 26 -11 17
23 Norwich 20 3 5 12 22 33 -11 14
24 Sheff Wed 19 1 6 12 15 37 -22 -9
Athugasemdir
banner
banner
banner