Troy Deeney hjá BBC hefur valið lið vikunnar í enska boltanum og má finna tvo leikmenn úr fjórum mismunandi félagsliðum þar. Brentford, Tottenham, West Ham og Crystal Palace eiga tvo fulltrúa hvert á meðan Newcastle, Liverpool og Brighton eiga einn á mann.
Markvörður: Alphonse Areola (West Ham) - Var frábær á Emirates og hélt hreinu í óvæntum sigri gegn framherjalausu Arsenal-liði.
Hægri bakvörður: Aaron Wan-Bissaka (West Ham) - Hefur verið frábær frá félagaskiptunum til West Ham og spilaði óaðfinnanlega gegn Arsenal. Var fullkominn í vörn og skapaði hættu í sókn.
Miðvörður: Ibrahima Konate (Liverpool) - Steig ekki feilskref í flottum sigri gegn Manchester City. Virgil van Dijk var líka frábær í hjarta varnarinnar.
Miðvörður: Daniel Munoz (Crystal Palace) - Skoraði glæsilegt skallamark gegn Fulham og gaf sóknarmönnum andstæðinganna ekkert pláss.
Vinstri bakvörður: Djed Spence (Tottenham) - Hefur verið frábær frá komu sinni til Tottenham og stóð sig mjög vel í sigrinum gegn Ipswich, þar sem hann skoraði eitt af fjórum mörkum Spurs.
Miðjumaður: Jack Hinshelwood (Brighton) - Var meðal bestu leikmanna Brighton í þægilegum sigri gegn Southampton. Hefur verið mjög góður síðustu vikur og stoppaði aldrei í sigrinum um helgina.
Miðjumaður: Mikkel Damsgaard (Brentford) - Var frábær gegn Leicester City og gaf tvær stoðsendingar í fjögurra marka sigri.
Miðjumaður: Lewis Miley (Newcastle) - Var stórkostlegur í sigrinum gegn Nottingham Forest. Besti leikmaður helgarinnar samkvæmt Troy Deeney.
Hægri kantur: Bryan Mbeumo (Brentford) - Klassaleikmaður sem Brentford verður að gera sitt besta til að halda í sumar. Stórkostlegur fótboltamaður sem virðist ennþá eiga auka gír inni.
Vinstri kantur: Brennan Johnson (Tottenham) - Spurs hefur saknað markanna hans Johnson sem er nýkominn aftur úr meiðslum og fagnar því með tvennu.
Framherji: Jean-Philippe Mateta (Crystal Palace) - Leiddi línuna frábærlega gegn Fulham en tókst ekki að skora. Hann verðskuldaði þó stoðsendinguna sína fyllilega og var óheppinn að skora ekki.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 29 | 21 | 7 | 1 | 69 | 27 | +42 | 70 |
2 | Arsenal | 29 | 16 | 10 | 3 | 53 | 24 | +29 | 58 |
3 | Nott. Forest | 29 | 16 | 6 | 7 | 49 | 35 | +14 | 54 |
4 | Chelsea | 29 | 14 | 7 | 8 | 53 | 37 | +16 | 49 |
5 | Man City | 29 | 14 | 6 | 9 | 55 | 40 | +15 | 48 |
6 | Newcastle | 28 | 14 | 5 | 9 | 47 | 38 | +9 | 47 |
7 | Brighton | 29 | 12 | 11 | 6 | 48 | 42 | +6 | 47 |
8 | Fulham | 29 | 12 | 9 | 8 | 43 | 38 | +5 | 45 |
9 | Aston Villa | 29 | 12 | 9 | 8 | 41 | 45 | -4 | 45 |
10 | Bournemouth | 29 | 12 | 8 | 9 | 48 | 36 | +12 | 44 |
11 | Brentford | 29 | 12 | 5 | 12 | 50 | 45 | +5 | 41 |
12 | Crystal Palace | 28 | 10 | 9 | 9 | 36 | 33 | +3 | 39 |
13 | Man Utd | 29 | 10 | 7 | 12 | 37 | 40 | -3 | 37 |
14 | Tottenham | 29 | 10 | 4 | 15 | 55 | 43 | +12 | 34 |
15 | Everton | 29 | 7 | 13 | 9 | 32 | 36 | -4 | 34 |
16 | West Ham | 29 | 9 | 7 | 13 | 33 | 49 | -16 | 34 |
17 | Wolves | 29 | 7 | 5 | 17 | 40 | 58 | -18 | 26 |
18 | Ipswich Town | 29 | 3 | 8 | 18 | 28 | 62 | -34 | 17 |
19 | Leicester | 29 | 4 | 5 | 20 | 25 | 65 | -40 | 17 |
20 | Southampton | 29 | 2 | 3 | 24 | 21 | 70 | -49 | 9 |
Athugasemdir