Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. mars 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pulisic tjáði sig um Balogun: Veit að aðrir hafa talað við hann
Folarin Balogun.
Folarin Balogun.
Mynd: Getty Images
Christian Pulisic, helsta stjarna bandaríska landsliðsins, viðurkennir að hann myndi elska að fá sóknarmanninn Folarin Balogun til að spila með Bandaríkjunum frekar en Englandi.

Balogun, sem er 21 árs gamall, er búinn að skora 17 mörk í 28 keppnisleikjum á þessu tímabili. Hann er að spila með Reims Í Frakklandi á láni frá Arsenal.

Það voru einhverjir sem voru að velta því fyrir sér hvort að Balogun yrði í enska A-landsliðshópnum sem var valinn í síðustu viku en svo var ekki. Hann birti í kjölfarið áhugaverð skilaboð sem hægt var að túlka sem sem skilaboð á Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.

Balogun er fæddur í New York í Bandaríkjunum en er uppalinn í Englandi. Hann á nígeríska foreldra og getur því spilað fyrir þrjú landslið. Hann hefur spilað fyrir yngri landslið Englands og Bandaríkjanna.

Balogun hefur síðustu daga verið í Bandaríkjunum og Pulisic vill fá hann yfir.

„Ég hef ekki talað við hann persónulega en ég veit að aðrir hafa gert það. Við myndum elska að fá hann í okkar lið," sagði Pulisic við fréttamenn.
Athugasemdir
banner
banner