Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   mán 24. mars 2025 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er stórt ár og stór ákvörðun"
Jonathan David.
Jonathan David.
Mynd: EPA
Jonathan David, sóknarmaður Lille, segist vera að íhuga stöðu sína fyrir sumarið.

Samningur hans hjá Lille er að renna út og það er mikill áhugi á honum. Samkvæmt Sky Sports þá hafa Chelsea, Manchester United, Tottenham og West Ham meðal annars sýnt honum áhuga.

„Ég er ekki viss um hvort ég verði áfram eða fari annað," sagði David.

„En ef ég fer, þá verð ég að reyna fyrir mér á hæsta stigi. Þegar þú spilar fyrir stórt félag ertu aldrei viss með stöðu þína og þú þarft að berjast."

„Þetta er stórt ár og stór ákvörðun. Ég þarf að taka góða ákvörðun."

David er liðsfélagi Hákonar Arnars Haraldssonar hjá Lille. Á þessu tímabili hefur hann skorað 23 mörk og lagt upp tíu.
Athugasemdir
banner
banner