Það var skemmtileg dagskrá í enska boltanum um helgina, bæði í deild og bikar. Man Utd og Man City komust í bikarúrslit, Newcastle skellti Tottenham, 6-1, á meðan Liverpool vann Nottingham Forest 3-2. West Ham er komið í gang og vann góðan 4-0 sigur á Bournemouth. Garth Crooks hefur valið lið vikunnar í enska boltanum og eru þar ellefu leikmenn úr ellefu liðum.
Jordan Pickford (Everton) - Enski landsliðsmarkvörðurinn kom Everton oft og mörgum sinnum til bjargar gegn Palace og sá um að landa stigi.
Marc Guehi (Crystal Palace) - Var stórkostlegur gegn Everton og sýndi að hann er ekki bara góður varnarlega. Konfektsendingar fram völlinn og auðvitað var varnarleikurinn ekkert verri.
Victor Lindelöf (Manchester United) - Ætlaði að velja Luke Shaw í liðið en hætti við og setti Lindelöf þangað. Ekki nóg með það að hann mætti í undanúrslitaleik og gerði frábærlega heldur skoraði hann vítið sem kom United í úrslitaleikinn. Á skilið að byrja úrslitaleikinn!
Declan Rice (West Ham) - Skoraði stórkostlegt mark gegn Gent í Sambandsdeildinni en gerði svo flottara mark gegn Bournemouth þar sem West Ham gjörsamlega slátraði liðinu. Hvaða lið sem er væri til í að kaupa hann fyrir 80 milljónir punda.
Athugasemdir