Knattspyrnudeild Hauka auglýsir eftir þjálfurum til starfa hjá yngri flokkum deildarinnar fyrir tímabilið 2024-2025. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um.
Mikil uppbygging hefur verið í starfi deildarinnar og glæsilegt knattspyrnuhús mun gjörbreyta allri aðstöðu knattspyrnudeildar Hauka í mjög vaxandi hluta Hafnarfjarðar þar sem ný íbúðahús rísa af miklum krafti í Skarðshlíð, Hamranesi og víðar.
Við leitum því að öflugum þjálfurum til að taka þátt í skemmtilegum verkefnum sem framundan eru. Boðið er upp á lifandi og skemmtilegt starf hjá félagi í örum vexti við frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þjálfaragráða frá KSÍ eða áætlun um að mennta sig sem þjálfari
- Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af þjálfun barna og ungmenna
- Brennandi áhugi á þjálfun
- Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar
- Sjálfstæði í starfi og hæfileiki til að vinna með öðrum
- Frumkvæði og drifkraftur
- Almenn tölvufærni og hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli
- Hafi gott skipulag á hlutunum og sé stundvís
- Hreint sakavottorð er skilyrði
Starfið
- Umsjón með skipulagningu æfinga og leikja hjá viðkomandi flokki eða flokkum
- Þátttöka í mótum viðkomandi flokks eða flokka
- Samskipti við foreldra í gegnum Sportabler
- Notkun á VEO og annara verkfæra þar sem það á við
- Samskipti við foreldraráð viðkomandi flokka vegna skipulagningu móta og/eða keppnisferða
- Samstarf við þjálfara félagsins
- Þjálfari vinnur samkvæmt gildum deildarinnar : ÞRAUTSEIGJA LIÐSHEILD HUGREKKI GLEÐI
Umsóknir og nánari upplýsingar sendast til yfirþjálfara yngri flokka, Andri Hjörvar Albertssson, á netfangið [email protected]
Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Athugasemdir