Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. nóvember 2020 23:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Bruno sýndi í kvöld að hann getur meira en að skora úr vítaspyrnum"
Fernandes og Solskjær.
Fernandes og Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var í stuði á blaðamannafundi eftir sigur á Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Man Utd aftur á sigurbraut - Stórlið áfram

Solskjær talaði um Bruno Fernandes sem átti mjög góðan leik og skoraði tvö mörk.

Einhverjir aðilar hafa grínast með það á samfélagsmiðlum að Fernandes skori bara úr vítaspyrnum og ekkert annað. Hvorugt mark Fernandes í kvöld kom af vítapunktinum, og hann leyfði Marcus Rashford að taka vítaspyrnuna sem United fékk í leiknum.

„Bruno sýndi í kvöld að hann getur gert meira en að skora úr vítaspyrnum," sagði Norðmaðurinn eftir leik.

Man Utd þarf eitt stig í síðustu tveimur leikjum sínum til í riðlinum til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner