Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 24. nóvember 2020 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Man Utd aftur á sigurbraut - Stórlið áfram
Bruno Fernandes gerði tvö fyrir Man Utd.
Bruno Fernandes gerði tvö fyrir Man Utd.
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Martin Braithwate.
Martin Braithwate.
Mynd: Getty Images
Manchester United komst aftur á sigurbraut í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið fór með sigur af hólmi gegn Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi á Old Trafford.

United byrjaði leikinn af miklum krafti. Bruno Fernandes skoraði fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu og á 19. mínútu skoraði hann sitt annað mark eftir slæm mistök hjá markverði Basaksehir.

United fékk svo vítaspyrnu þegar brotið var á Marcus Rashford. Fernandes hefði getað fullkomnað þrennu sína, en hann er vítaskytta Man Utd. Portúgalinn leyfði hins vegar Rashford að taka vítið og Rashford skoraði af öryggi.

Staðan var 3-0 í hálfleik. United-menn mættu aðeins afslappaðari í seinni hálfleikinn. Deniz Turuc minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu og gestirnir frá Tyrklandi pressu eftir öðru marki, en það kom ekki. Varamaðurinn Daniel James gerði út um leikinn fyrir heimamenn.

Lokatölur 4-1 og Man Utd er á toppi riðilsins með níu stig. Í hinum leiknum í þessum riðli vann Paris Saint-Germain 1-0 sigur á Leipzig í Frakklandi. Neymar skoraði markið úr víti. Bæði PSG og Leipzig eru með níu stig, en Istanbul Basaksehir er á botninum með þrjú stig.

Tap Man Utd gegn Istanbul Basaksehir í Tyrklandi gæti reynst dýrkeypt upp á það að komast í 16-liða úrslitin. Man Utd á eftir að mæta Leipzig úti og PSG heima.

Haaland, Immobile og Braithwaite í stuði
Lazio og Dortmund unnu sína leiki í F-riðlinum. Ciro Immobile skoraði tvennu í sigri Lazio á Zenit og Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði tvennu fyrir Dortmund í sigri á Club Brugge. Jadon Sancho var einnig á skotskónum fyrir Dortmund, en hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.

Dortmund er á toppi riðilsins með níu stig og Lazio er í öðru sæti með átta stig. Club Brugge er með fjögur stig og Zenit með þrjú stig.

Í G-riðli unnu Juventus og Barcelona sína leiki. Juventus vann dramatískan sigur á Ferencvaros frá Ungverjalandi og Barcelona gekk á lagið í seinni hálfleik gegn Dynamo Kiev þar sem Lionel Messi var hvíldur. Daninn Martin Braithwaite skoraði tvennu fyrir Barcelona.

Barcelona er á toppi riðilsins með 12 stig og Juventus er með níu stig. Þessi lið eru komin áfram í 16-liða úrslit, ásamt Chelsea og Sevilla.

F-riðill:
Lazio 3 - 1 Zenit
1-0 Ciro Immobile ('3 )
2-0 Marco Parolo ('22 )
2-1 Artem Dzyuba ('25 )
3-1 Ciro Immobile ('55 , víti)

Borussia D. 3 - 0 Club Brugge
1-0 Erling Haland ('18 )
2-0 Jadon Sancho ('45 )
3-0 Erling Haland ('60 )

G-riðill:
Juventus 2 - 1 Ferencvaros
0-1 Myrto Uzuni ('19 )
1-1 Cristiano Ronaldo ('35 )
2-1 Alvaro Morata ('90 )

Dynamo K. 0 - 4 Barcelona
0-1 Sergino Dest ('52 )
0-2 Martin Braithwaite ('57 )
0-3 Martin Braithwaite ('70 , víti)
0-4 Antoine Griezmann ('90 )

H-riðill:
Paris Saint Germain 1 - 0 RB Leipzig
1-0 Neymar ('11 , víti)

Manchester Utd 4 - 1 Istanbul Basaksehir
1-0 Bruno Fernandes ('7 )
2-0 Bruno Fernandes ('19 )
3-0 Marcus Rashford ('35 , víti)
3-1 Deniz Turuc ('75 )
4-1 Daniel James ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner