
Brasilía leiðir gegn Serbíu, 2-0, þegar skammt er til leiksloka. Það er framherjinn Richarlison, leikmaður Tottenham á Englandi, sem hefur skorað bæði mörk Brasilíu.
Fyrra markið skoraði hann þegar hann fylgdi á eftir skoti frá Vinicius Jr. og það síðara eftir fyrirgjöf.
Fyrra markið skoraði hann þegar hann fylgdi á eftir skoti frá Vinicius Jr. og það síðara eftir fyrirgjöf.
Seinna markið var stórkostleg klippa eftir að hafa fengið boltann frá Vinicius. Richarlison tók við boltanum og klippti hann í netið - stórkostleg afgreiðsla. Flottasta mark mótsins til þessa. Mörkin má sjá hér að neðan.
Stuttu síðar var svo Richarlison tekinn af velli fyrir Gabriel Jesus.
Þvílíkt mark frá Richarlison hér á 73. mínútu leiksins - þetta er klárlega mark HM til þessa pic.twitter.com/MAEzdW7HC9
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 24, 2022
Richarlison með fyrsta mark Brasilíu er leiðir 1-0 á móti Serbíu pic.twitter.com/JCXJKxgVgT
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 24, 2022
Athugasemdir