Már hefur allan sinn feril leikið með Fram fyrir utan stutta dvöl hjá Úlfunum að láni árið 2017. Hann á að baki 63 leiki í deild og bikar og í þeim hefur hann skorað sjö mörk.
Már lék á sínum tíma tvo unglingalandsleiki og á síðustu leiktíð lék hann sextán leiki og skoraði eitt mark þegar Fram endaði í 3. sæti Lengjudeildarinnar. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Már lék á sínum tíma tvo unglingalandsleiki og á síðustu leiktíð lék hann sextán leiki og skoraði eitt mark þegar Fram endaði í 3. sæti Lengjudeildarinnar. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Már Ægisson
Gælunafn: Mási, Mauro og ákveðinn vinahópurinn kallar mig Hlægðan, ekki spyrja af hverju.
Aldur: Ný orðinn 21
Hjúskaparstaða: Taken
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég bara hreinlega man það ekki. Held að það hafi verið árið 2017 þegar Pedro Hipólito var að þjálfa Fram.
Uppáhalds drykkur: Miami Nocco, myndi ekki hata spons.
Uppáhalds matsölustaður: Culiacan
Hvernig bíl áttu: Kia Rio
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of thrones
Uppáhalds tónlistarmaður: Weeknd
Uppáhalds hlaðvarp: Ekki dæma mig en ég hlusta ekki á hlaðvörp.
Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist, oreo og eitthvað
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ég er mættur
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Eftir seinasta season verð ég að segja Leikni.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Einhver Þjóðverji sem ég spilaði við árið 2017 með U17
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Verð að segja Pedro Hipólito þótt Nonni og Steini séu frábærir
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Stefán Árni er frekar pirrandi leikmaður. Það er ekki hægt að ná boltanum af honum.
Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Fylki í bikarnum í fyrra
Mestu vonbrigðin: Komast ekki upp í Pepsi
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég myndi vilja fá Unnar Stein aftur í Fram
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Mikael Egill
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Axel Freyr Harðarson
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Kærasta Mikaels Egils er frekar sæt
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Haraldur Einar er fáránlega lúmskur
Uppáhalds staður á Íslandi: Vopnafjörður
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég spilaði leik með 2. flokki á móti Gróttu og einn af þeim ákvað að negla mig niður, kalla mig aumingja og segja mér að standa upp. Ég skoraði síðan sjálfur úr aukaspyrnunni og eftir það sagði hann ekki mikið.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei, ekki beint en ég er þó alltaf í sömu undirbuxunum
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Horfi mikið á NBA
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var og er enn glataður í dönsku
Vandræðalegasta augnablik: Hélt að gæi ætlaði að taka í spaðann á mér en hann var að heilsa öðrum bakvið mig. Classic
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Verð að taka fyrirliðann Hlyn Atla. Magnús Ingi verður þarna til að halda uppi stemningunni og vaxtartröllið Orri Gunn myndi gera öll erfiðis verkefnin
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég þoli ekki að horfa á fótbolta
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ég hélt að Þórir Guðjónsson væri frekar þurr en hann er algjör snillingur
Hverju laugstu síðast: Sagði við mömmu að ég væri að læra
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaupa
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Æii ég veit ekki

Athugasemdir