Harry Kane var hetja Bayern Munchen í sigri liðsins gegn RB Leipzig í gær en hann skoraði sigurmarkið í uppbótatíma í 2-1 sigri.
Hann skoraði einnig fyrra mark liðsins eftir að Jamal Musiala sendi boltann innfyrir vörn Leipzig og Kane kláraði færið vel.
„Fyrra markið var gott. Ég og Jamal (Musiala) vorum að vinna í þessu á æfingu í gær svo það var gaman að sjá þetta ganga upp. Þetta er það sem við þurfum, betri tengingar á milli okkar," sagði Kane.
Kane tjáði sig einnig um brotthvarf Thomas Tuchel en hann mun yfirgefa félagið eftir tímabilið.
„Félagið tók ákvörðun og við sem leikmenn þurfum að taka ábyrgð á stjóranum og félaginu. Við vitum að við höfum ekki verið að standa okkur vel en maður getur ekki bara verið að svekkja sig á því," sagði Kane.