2. umferð Bestu deildarinnar er að baki og tími til kominn að opinbera úrvalslið umferðarinnar.
Breiðablik vann 1-0 útisigur gegn KR í stórleik umferðarinnar og Kópavogsliðið á þrjá leikmenn í liðinu. Anton Ari Einarsson var algjörlega frábær í markinu, Damir Muminovic öflugur í vörninni og Ísak Snær Þorvaldsson lagði upp sigurmarkið í leiknum.
Breiðablik vann 1-0 útisigur gegn KR í stórleik umferðarinnar og Kópavogsliðið á þrjá leikmenn í liðinu. Anton Ari Einarsson var algjörlega frábær í markinu, Damir Muminovic öflugur í vörninni og Ísak Snær Þorvaldsson lagði upp sigurmarkið í leiknum.
Óvæntustu úrslit umferðarinnar komu á Akranesi þar sem heimamenn í ÍA unnu 3-0 sigur gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Oliver Stefánsson var geggjaður á miðsvæðinu hjá ÍA og Aron Bjarki Jósepsson stóð vaktina vel í vörninni auk þess að skora í leiknum. Jón Þór Hauksson er að sjálfsögðu þjálfari umferðarinnar.
Matthías Vilhjálmsson var meðal markaskorara FH í 4-2 sigri gegn nýliðum Fram þar sem FH-ingar skoruðu tvö mörk í blálokin. Hann var valinn maður leiksins.
Hinn sautján ára gamli Adolf Daði Birgisson var maður leiksins þegar Stjarnan vann 3-0 útisigur gegn Leikni í Breiðholti. Adolf skoraði í leiknum, líkt og Emil Atlason sem einnig er í úrvalsliðinu.
Nökkvi Þeyr Þórisson var meðal markaskorara KA sem lagði ÍBV 3-0 í Vestmannaeyjum. Hann var valinn maður leiksins en varnarmaðurinn Ívar Örn Árnason fær einnig pláss í liði umferðarinnar.
Þá er Sebastian Hedlund í liðinu eftir nauman 1-0 útisigur Vals gegn baráttuglöðum Keflvíkingum.
Dómari umferðarinnar: Ívar Orri Kristjánsson og hans menn dæmdu leik FH og Fram virkilega vel.
Sjá einnig:
Besta lið 1. umferðar
Athugasemdir