Það var mikil gleði í Mosfellsbæ í gær þegar Afturelding vann heldur betur óvæntan sigur á Víkingum. Þetta var sögulegur sigur, fyrsti sigur karlaliðs Aftureldingar í efstu deild.
Og sigurinn var bara sanngjarn. Afturelding var sterkari aðilinn í leiknum lengi vel og átti það fyllilega skilið að fá þrjú stig.
Og sigurinn var bara sanngjarn. Afturelding var sterkari aðilinn í leiknum lengi vel og átti það fyllilega skilið að fá þrjú stig.
Það var mikil gleði í Mosfellsbæ þegar markið kom og þegar sigurinn var í hús. Það var mikill fjöldi áhorfenda á leiknum og var þéttsetið í stúkunni.
Hafliði Breiðfjörð var á vellinum og fangaði augnablikið eins og honum einum er lagið. Meðfylgjandi eru myndir af fagnaðarlátunum úr Mosfellsbæ frá því í gær.
Athugasemdir