Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 16:15
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Víkingur jafnaði í uppbótartíma - Fyrstu stig Keflavíkur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru tveir leikir fram í Bestu deild kvenna í dag þar sem Víkingur R. náði jafntefli á útivelli gegn FH á meðan Keflavík lagði Þrótt R. að velli í botnslagnum.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Víkingur R.

Það var mikið fjör í Hafnarfirði þar sem bæði lið fengu góð færi áður en Hafdís Bára Höskuldsdóttir tók forystuna með marki eftir skyndisókn á 34. mínútu, en Snædís María Jörundsdóttir jafnaði tveimur mínútum síðar með skalla eftir fyrirgjöf.

Breukelen Woodard tók svo forystuna fyrir FH skömmu fyrir leikhlé en síðari hálfleikurinn var talsvert lokaðari, þar sem heimakonur í FH vörðust vel og áttu Víkingar erfitt með að finna glufur.

Á lokamínútunum lét Víkingur allt í sóknarleikinn en það voru FH-ingar sem fengu algjört dauðafæri á 90. mínútu þar sem boltinn rataði ekki í netið. Skömmu síðar leit jöfnunarmarkið þó dagsins ljós þegar Hulda Ösp Ágústsdóttir skoraði í uppbótartíma eftir darraðadans í vítateignum.

Lokatölur 2-2 í Hafnarfirði þar sem FH og Víkingur eru bæði um miðja deild. Víkingur er með 8 stig eftir 6 umferðir, einu stigi meira en FH.

FH 2 - 2 Víkingur R.
0-1 Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('34)
1-1 Snædís María Jörundsdóttir ('36)
2-1 Breukelen Lachelle Woodard ('45)
2-2 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('92)

Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 0 Þróttur R.

Í Reykjanesbæ var fyrri hálfleikurinn afar bragðdaufur þar sem Keflavík og Þróttur R. áttust við. Það var mikið um hálffæri í leiknum en það dró ekki til tíðinda fyrr en í síðari hálfleik.

Þróttarar virtust vakna til lífsins eftir leikhlé og fengu góð færi áður en Keflavík tók forystuna gegn gangi leiksins. Þar skoraði Melanie Claire Rendeiro eftir hornspyrnu eftir slakan varnarleik gestanna sem tókst ekki að hreinsa boltann burt.

Þróttarar náðu ekki að skapa sér mikið eftir að Keflavík tók forystuna, ekki fyrr en seint í uppbótartíma þegar Sierra Marie Lelii komst í ákjósanlega stöðu í tvígang en bæði færin runnu út í sandinn.

Niðurstaðan 1-0 sigur í botnslagnum þar sem Keflavík var að næla sér í sín fyrstu stig á nýju deildartímabili. Keflavík er því með þrjú stig eftir sex umferðir, en Þróttur situr eftir á botninum með eitt stig.

Keflavík 1 - 0 Þróttur R.
Melanie Claire Rendeiro ('70)
Athugasemdir
banner
banner
banner