Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Líklegt að Bayern og Burnley nái samkomulagi í dag eða á morgun
Mynd: EPA
Bayern München og Burnley eru við það að ná samkomulagi um belgíska þjálfarann Vincent Kompany en vonast er til að það verði í höfn fyrir helgarlok.

Þýska félagið hefur leitað að arftaka Thomas Tuchel síðustu vikur og hafa flest allir þjálfarar verið orðaðir við stöðuna.

Á dögunum var greint frá því að Bayern væri búið að setja sig í samband við Kompany og hafa hlutirnir gengið hratt fyrir sig.

Kompany er sjálfur búinn að ná samkomulagi við Bayern en félagið er nú í viðræðum við Burnley um fjárhæð, þar sem Kompany er samningsbundinn enska félaginu.

Sky greinir frá því að félögin séu að nálgast samkomulag og er gert ráð fyrir að það náist um helgina.

Bayern er að vonast til þess að greiða minna en þær 17 milljónir punda sem Burnley vill fá fyrir Kompany.

Samkvæmt þýsku miðlunum hefur Bayern boðið Kompany fjögurra ára samning, en þetta verður þriðja starf hans í þjálfun.
Athugasemdir
banner
banner
banner