Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Framherji Real Madrid á leið til Getafe
Borja Mayoral yfirgefur Real Madrid eftir fimmtán ár hjá félaginu
Borja Mayoral yfirgefur Real Madrid eftir fimmtán ár hjá félaginu
Mynd: Getty Images
Spænski framherjinn Borja Mayoral er að ganga til liðs við Getafe frá Real Madrid.

Mayoral er 25 ára gamall og uppalinn hjá Real Madrid, en hann þótti gríðarlega efnilegur á yngri árum.

Hann lét ljós sitt skína með Madrídingum tímabilið 2017-2018 þar sem hann skoraði 7 mörk í 24 leikjum en fékk ekki tækifæri til að fylgja því á eftir og hefur hann verið á láni meira og minna síðan þá.

Mayoral eyddi næstu tveimur árum hjá Levante þar sem hann skoraði 14 mörk á tveimur tímabilum áður en hann fór á tveggja ára láni til Roma.

Þar skoraði hann 17 mörk á fyrsta tímabili sínu en var kallaður til baka í janúar á síðasta ári og lánaður til Getafe þar sem hann gerði sex mörk í átján leikjum.

Framherjinn hefur verið að æfa með aðalliði Real Madrid í æfingabúðum í Bandaríkjunum en er nú farinn aftur til Spánar til að ganga frá samkomulagi við Getafe. Félagið mun kaupa hann frá Real Madrid fyrir 10 milljónir evra og skrifar hann undir samning til 2027.
Athugasemdir
banner
banner