Garth Crooks sérfræðingur BBC hefur valið lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er enn með fullt hús, Liverpool heldur áfram á sigurbraut og jafntefli varð niðurstaðan í Lundúnaslag Arsenal og Tottenham.
Markvörður - Emiliano Martínez (Aston Villa): Markvarsla hans gegn Nicolas Jackson í sigrinum gegn Chelsea reyndist heldur betur mikilvæg.
Varnarmaður - Kieran Trippier (Newcastle): Newcastle vann 8-0 sigur gegn Sheffield United. Leiðtogahæfileikar Trippier eru óumdeildir.
Varnarmaður - James Tarkowski (Everton): Hvaða krísa? Everton vann Brentford og Tarkowski fagnaði marki gegn sínu fyrrum félagi.
Varnarmaður - Jonny Evans (Manchester United): Óvænt stjarna sýningarinnar þegar United vann Burnley 1-0. Lagði upp eina mark leiksins með geggjaðri sendingu og skoraði einnig mark, sem var dæmt af. Þessi 35 ára varnarmaður átti stjörnuleik.
Varnarmaður - Kyle Walker (Manchester City): Er að byrja nýtt tímabil, bæði fyrir land og lið, á hreint magnaðan hátt. Walker lék listir sínar gegn Nottingham Forest.
Miðjumaður - Bruno Fernandes (Manchester United): Skoraði algjört gull af marki sem reyndist sigurmarkið gegn Burnley. Vá.
Miðjumaður - Yves Bissouma (Tottenham): Algjörlega frábær á miðju Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum.
Miðjumaður - Anthony Gordon (Newcastle): Var meðal átta markaskorara gegn Sheffield United. Allt annar leikmaður en hann var hjá Everton.
Miðjumaður - Abdoulaye Doucoure (Everton): Kláraði frábærlega þegar hann kom Everton í forystu gegn Brentford.
Athugasemdir