Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mán 25. september 2023 13:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfarinn í veikindaleyfi og talað um stóra krísu fyrir leikinn gegn Íslandi
Martina Voss-Tecklenburg.
Martina Voss-Tecklenburg.
Mynd: Getty Images
Það hefur gengið erfiðlega hjá Þýskalandi að undanförnu.
Það hefur gengið erfiðlega hjá Þýskalandi að undanförnu.
Mynd: EPA
Ísland mætir á morgun Þýskalandi í öðrum leik sínum í Þjóðadeild kvenna. Fyrirfram er Þýskaland sigurstranglegri aðilinn enda er það lið sem endaði í öðru sæti á Evrópumótinu í fyrra. Þær eru með stjörnur í nánast hverri einustu og með gríðarlega mikil einstkalingsgæði.

En það ríkir óvissa hjá þýska kvennalandsliðinu þessa stundina, og það eru neikvæðar tilfinningar í spilinu.

Þýskalandi gekk afar illa á HM í sumar og liðið tapaði gegn Danmörku í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni. Það er einhvers konar niðursveifla í gangi.

Í þýskum fjölmiðlum er gengið svo langt að tala um stóra krísu og það er jafnframt talað um að leikurinn gegn Íslandi sé leikur sem liðið þurfi gjörsamlega að vinna ef þær ætla sér að komast á Ólympíuleika.

Þjálfari liðsins, Martina Voss-Tecklenburg, er í veikindaleyfi og það er að hafa áhrif á hópinn. Voss-Tecklenburg, sem er goðsögn í þýskum fótbolta, var gagnrýnd mikið fyrir frammistöðu liðsins á HM en eftir mótið varð hún veik og er því ekki að stýra liðinu. Þýska knattspyrnusambandið telur sig ekki geta rekið hana á meðan hún er í leyfi en aðstoðarþjálfari hennar, Britta Carlson, stýrir liðinu á meðan.

Það er óvissuástand í Þýskalandi vegna veikindaleyfis þjálfarans en leikmenn liðsins hafa talað um það að þeim líði ekkert sérstaklega vel með stöðuna eins og hún er núna. Þær vita ekki á hvaða vegferð þær eru í augnablikinu.

„Ég vil að staðan verði skýr fyrir alla," segir Carlson sem er líklega á leið inn í sinn stærsta leik á þjálfaraferlinum. „Ég vil að Þýskaland verði eins sterkt og það var áður."

Samkvæmt Bild þá hélt liðið krísufund eftir leikinn gegn Danmörku því liðið ætlar sér á Ólympíuleikana. Til þess að gera, þá þarf Þýskaland að vinna alla leikina sem eftir eru í Þjóðadeildina og þær þurfa að byrja gegn Íslandi á morgun.

„Bakið er upp við vegg og það er bara eitt tækifæri eftir. Við verðum að vinna þá leiki sem eftir eru," sagði varnarmaðurinn Marina Hegering fyrir leikinn gegn Íslandi.

Þjóðverja líta á leikinn sem gríðarlega mikilvægan en Íslendingar geta með góðum úrslitum farið langt með að eyðileggja Ólympíudrauma Þjóðverja.
Athugasemdir
banner
banner