Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. nóvember 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Everton íhugar að reka Silva - Moyes eða Howe í staðinn?
Erfitt leikjaprógram framundan
Marco Silva er valtur í sessi.
Marco Silva er valtur í sessi.
Mynd: Getty Images
Everton er að íhuga að reka knattspyrnustjórann Marco Silva fyrir leikinn gegn Leicester á sunnudag. Sky Sports segir frá þessu.

Everton er í 15. sæti í ensku úrvalsdeildinni í augnablikinu eftir einungis tvo sigra í síðustu níu leikjum. Ekki bætir úr skák að liðið er að fara inn í mjög erfitt leikjaprógram.

David Moyes er sagður líklegastur til að taka við ef SIlva verður rekinn. Moyes stýrði Everton frá 2002 til 2013 áður en hann tók við Manchester United.

Hinn 56 ára gamli Moyes gæti samið við Everton út tímabilið að sögn Sky Sports.

Eddie Howe, stjóri Bournemouth, er einnig sagður á óskalistanum hjá Everton.

Næstu leikir Everton
1. desember Leicester - Everton
4. desember Liverpool - Everton
7. desember Everton - Chelsea
15. desember Manchester United - Everton

Sjá einnig:
Íslenskir Everton menn vilja Silva burt - Hver gæti tekið við?
Athugasemdir
banner
banner
banner