Stórleikur umferðarinnar var toppslagur Liverpool og Arsenal á Anfield sem endaði 1-1. Fimm leikmenn sem spiluðu þann leik eru í liði vikunnar sem Garth Crooks sérfræðingur BBC valdi.
Marvörður: James Trafford (Burnley) - Þessi ungi markvörður átti glimrandi leik þegar Burnley vann nauðsynlegan sigur gegn Fulham.
Varnarmaður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) - Frábær sending á Mo Salah þegar hann skoraði. Átti nokkrar sendingar eins og hann væri leikstjórnandi í NFL-deildinni.
Varnarmaður: Ibrahima Konate (Liverpool) - Hefur átt misjafna leiki fyrir Liverpool en var algjörlega frábær gegn Arsenal. Hans besti leikur í langan tíma.
Miðjumaður: Mohammed Kudus (West Ham) - Skoraði seinna mark West Ham í sigrinum gegn Manchester United. Ganverjinn hefur spilað mjög vel fyrir Lundúnaliðið og er ekki í fyrsta sinn í liði umferðarinnar.
Sóknarmaður: Mohamed Salah (Liverpool) - Skoraði öflugt mark gegn Arsenal. Salah er algjör lykilþáttur í að Liverpool geti unnið enska meistaratitilinn.
Sóknarmaður: Jarrod Bowen (West Ham) - Funheitur og kominn með ellefu mörk á tímabilinu. Skoraði fyrra mark West Ham gegn Man Utd.
Athugasemdir