Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   þri 26. janúar 2021 14:55
Elvar Geir Magnússon
Rojo fékk sér Maradona húðflúr
Marcos Rojo fær sér húðflúr.
Marcos Rojo fær sér húðflúr.
Mynd: Instagram
Marcos Rojo hefur fengið sér nýtt og glæsilegt húðflúr af Diego Maradona á hægri fótlegginn.

Flúrið er gert eftir mynd af Maradona þar sem hann er klæddur eins og frelsishetjan Fidel Castro og er reykjandi vindil. Maradona og Castro þekktust vel eins og frægt er.

Rojo er leikmaður Manchester United en er á láni hjá Estudiantes í Argentínu

Maradona lést í nóvember á síðasta ári og átti fjölmarga aðdáendur, þar á meðal Rojo sem hyggst fá sér fleiri húðflúr sem eru tileinkuð Maradona.


Athugasemdir