Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   fös 26. janúar 2024 16:09
Elvar Geir Magnússon
Hákon: Lék sem útileikmaður í handbolta og fótbolta þegar ég var yngri
Hákon Rafn Valdimarsson er kominn til Brentford.
Hákon Rafn Valdimarsson er kominn til Brentford.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög góð tilfinning að vera orðinn leikmaður Brentford," segir íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sem er kominn í ensku úrvalsdeildina og var formlega kynntur hjá Brentford í dag.

Í hans fyrsta viðtali eftir skiptin, sem er við heimasíðu félagsins, segir Hákon frá sínum óvenjulega bakgrunni.

„Mín saga er aðeins frábrugðin. Ég byrjaði í marki fimmtán ára gamall, áður var ég að spila handbolta. Félagið sem ég spilaði handbolta með er líka með fótboltalið og U19 liðinu vantaði markvörð. Ég spilaði með þeim í nokkurn tíma og svo vantaði aðalliðinu varamarkvörð. Eftir það var ekki aftur snúið," segir Hákon sem æfði með KR í yngri flokkum.

„Ég spilaði sem útileikmaður þegar ég var yngri, bæði í fótbolta og handbolta. Ég tel að það hafi hjálpað mér í að verða betri markvörður. En nú er getustigið orðið hærra svo ég verð að halda áfram að bæta mig."

Hákon vakti athygli í marki Gróttu áður en hann fór til Elfsborg í Svíþjóð þar sem hann var valinn markvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta ári. Hann er nú keyptur til Brentford.

„Ég er mjög spenntur eftir að hafa gengið um svæðið og hitt starfsfólkið og nokkra leikmenn. Fyrstu kynni hafa verið mjög góð. Ég spjallaði við Thomas Frank (stjóra liðsins) og Manu (Sotelo markvarðaþjálfara) og er hrifinn af því hvernig félagið starfar og hvernig það þróar leikmenn."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner