Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   þri 07. maí 2024 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vestri spilar annan heimaleik í Laugardalnum - „Yrði algjör skandall"
AVIS völlurinn verður aftur Kerecisvöllurinn.
AVIS völlurinn verður aftur Kerecisvöllurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri á sinn annan heimaleik í þarnæstu umferð. Liðið á Víking Reykjavík í þeim leik og grínaðist Guðmundur Benediktsson með það í Stúkunni að sá leikur yrði spilaður í Kórnum eftir að Víkingur tapaði þar gegn HK um helgina.

AVIS völlurinn í Laugardal, heimavöllur Þróttara, er varavöllur Vestra og verður leikurinn spilaður þar. Völlurinn á Ísafirði verður ekki tilbúinn í tæka tíð. Leikurinn gegn Víkingi fer fram þann 20. maí.

Leikurinn gegn Víkingi verður annar leikur Vestra á AVIS vellinum því liðið vann HK þar í sínum fyrsta „heimaleik" í sumar.

Tveimur vikum síðar, sunnudaginn 2. júní, á Vestri svo sinn þriðja heimaleik og sá leikur á að fara fram á Ísafirði.

„Annars verð ég fyrir miklum vonbrigðum, yrði í raun algjör skandall ef hann verður ekki spilaður hér," sagði Samúel Samúelsson, formaður Vestra, við Fótbolta.net í dag.
Athugasemdir
banner
banner