Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 07. maí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Segir Man Utd eitt verst þjálfaða lið deildarinnar - „U23 ára liðið hefði ekki tapað 4-0“
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Enski sparkspekingurinn Jamie Carragher gagnrýnir harðlega Erik ten Hag og þjálfun hans á liði Manchester United, en hann ræddi aðeins um liðið eftir 4-0 tapið gegn Crystal Palace í gær.

United tapaði þrettánda deildarleik sínum á tímabilinu og það í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Tapið var það stærsta á þessu tímabili og hefur liðið nú fengið á sig 81 mark í öllum keppnum, sem hefur ekki gerst síðan 1977.

United hefur fengið á sig 317 skot á þessu ári, fleiri skot en botnlið Sheffield United, en Carragher skaut á þjálfun liðsins á Sky í gær.

„Þetta er eitt verst þjálfaða lið í ensku úrvalsdeildinni. Það er ekki skoðun, heldur staðreynd. Tölurnar segja þér það þegar þú sérð liðið á botninum í deildinni þegar það kemur að varnarleik, meira að segja lægri tölur en hjá Sheffield United,“ sagði Carragher á Monday Night Football á Sky.

„Ég átti í basli með að sjá hvernig United gæti unnið leikinn, en ég hélt kannski að Palace myndi vinna með einu eða tveimur. Ekkert Manchester United-lið á að tapa 4-0 fyrir Crystal Palace.“

„U23 ára lið Manchester United hefði ekki einu sinni tapað 4-0, leikmenn sem voru þjálfaðir og kennt að spila fótbolta í akademíunni.“

„Ég hef aldrei verið stjóri eða þjálfari en ég hef verið leikmaður og hef verið þjálfaður af frábærum þjálfurum. Það er bara sumt sem maður sér sem er einfaldlega rangt,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner