Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   þri 07. maí 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Scholes og Owen vilja að McClaren stýri Man Utd út tímabilið
Steve McClaren og Erik ten Hag.
Steve McClaren og Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
McClaren er þekktastur fyrir tíð sína sem landsliðsþjálfari Englands 2006-2007.
McClaren er þekktastur fyrir tíð sína sem landsliðsþjálfari Englands 2006-2007.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes og Michael Owen, fyrrum leikmenn Manchester United, kalla eftir því að Erik ten Hag verði rekinn og aðstoðarmaður hans Steve McClaren látinn klára síðustu leiki tímabilsins.

Manchester United var niðurlægt gegn Crystal Palace í gær og tapaði 4-0. Framtíð Ten Hag er í óvissu en United er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Scholes segir að hörmuleg frammistaða United í gær hafi verið eins og síðasti naglinn í kistu Ten Hag.

„Það vantaði hugmyndir og viðleitni í liðið. Crystal Palace er gott lið sem hefur verið að sanda sig vel en Manchester United á ekki að fara þangað og tapa 4-0," segir Scholes.

Manchester United mun ljúka tímabilinu með bikarúrslitaleik gegn Manchester City en áður en að þeim leik kemur mun liðið mæta Arsenal, Newcastle og Brighton í deildinni.

Scholes vann með McClaren þegar hann var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson og Owen lék undir hans stjórn hjá enska landsliðinu á sínum tíma.

Owen segir ljóst að Ten Hag hafi ekki gefið McClaren nein völd varðandi lið United.

„Það er ekki fræðilegur möguleiki á að hans fingraför séu nálægt þessu liði. Hann er frábær þjálfari en það er eins og þetta lið hafi ekki verið þjálfað. Hann fær greinilega engu ráðið varðandi þjálfun liðsins," segir Owen og Scholes er sammála.

„Hann fær ekki að snerta liðið. Ég man þegar Steve McClaren þjálfaði okkur og sá til þess að við stöðvuðum andstæðingana," segir Scholes og segir að Ten Hag beri ábyrgð á slæmu gengi liðsins.

United hefur aðeins unnið einn sigur af síðustu sjö í ensku úrvalsdeildinni og hann kom gegn föllnu liði Sheffield United. Slæmt gengi liðsins gæti þýtt að það yrði ekki Evrópufótbolti á Old Trafford á næsta tímabili.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner