Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   þri 07. maí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Amorim verður áfram hjá Sporting (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ruben Amorim, þjálfari Sporting Lisbon í Portúgal, hefur staðfest að hann verði áfram hjá félaginu á næsta tímabili.

Amorim vann deildina í annað sinn á fjórum árum með liðinu en síðustu vikur hefur hann verið orðaður við mörg stórlið.

Liverpool var sagt á eftir Portúgalanum en ákvað síðan í staðinn að fá Arne Slot frá Feyenoord.

Einnig var hann orðaður við Barcelona áður en Xavi tók ákvörðun um að vera áfram.

Portúgalinn ferðaðist til Lundúna til að ræða við West Ham í síðasta mánuði, en Amorim baðst afsökunar á að hafa gert það og sagði tímasetninguna ranga. West Ham hefur síðan þá verið í viðræðum við Julen Lopetegui og verður gengið frá þeim málum á næstu dögum.

Amorim sér ekki fleiri spennandi kosti í stöðunni í stærri deildunum í Evrópu og hefur nú tekið ákvörðun um að vera áfram hjá Sporting.

„Ég verð áfram hjá Sporting. Ég er samningsbundinn félaginu og þetta er mjög sérstakt augnablik fyrir mig og félagið. Saman munum við reyna að vinna þriðja titilinn. Reynum að gera það að veruleika,“ sagði Amorim.
Athugasemdir
banner
banner
banner