Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   þri 07. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal og Dortmund á eftir Guirassy
Mynd: Getty Images
Arsenal og Borussia Dortmund hafa mikinn áhuga á því að fá Malí-manninn Serhou Guirassy frá Stuttgart í sumar. Þetta kemur fram í Fichajes og Sky.

Guirassy er 28 ára sóknarmaður sem hefur blómstrað á þessu tímabili.

Hann er annar markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 25 mörk og er stór ástæða fyrir því að Stuttgart mun spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Fichajes greinir frá því að Arsenal hafi áhuga á að fá Guirassy til félagsins í sumar, en Mikel Arteta, stjóri liðsins, vill ólmur styrkja sóknarlínuna.

Þá kemur fram á Sky í Þýskalandi að Borussia Dortmund sé á eftir framherjanum en félagið telur hann besta kostinn til að koma inn í glugganum.

Dortmund hefur verið í sambandi við Stuttgart vegna Guirassy en ekki er búið að leggja fram formlegt tilboð.
Athugasemdir
banner
banner