Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 07. maí 2024 00:03
Brynjar Ingi Erluson
Glódís í liði ársins í Þýskalandi - Enginn Íslendingur fengið hærri einkunn
Glódís Perla er að gera það gott í Þýskalandi
Glódís Perla er að gera það gott í Þýskalandi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München í Þýskalandi, er í liði ársins í tölvuleiknum vinsæla EA FC 24. Hún fær hæstu einkunn sem Íslendingur hefur fengið í leik á vegum Electronic Arts.

Miðvörðurinn öflugi hefur átt stórkostlegt tímabil með Bayern en á dögunum tryggði liðið sér Þýskalandsmeistaratitilinn annað árið í röð.

Í nýjasta leik EA Sports, EA FC24, voru kvenkyns leikmenn kynntir inn í draumaliðs-leik EA. Þar geta spilarar búið til sitt eigið lið með uppáhalds leikmönnum sínum.

Þessa dagana er verið að kynna lið tímabilsins í leiknum en Glódís er í liði þýsku deildarinnar. Hún fær 93 í einkunn en það er hæsta einkunn sem íslenskur leikmaður hefur fengið í tölvuleiknum.

Gylfi Þór Sigurðsson fékk 89 í einkunn í FIFA 17, er hann var á mála hjá Swansea. Alfreð Finnbogason fékk 88 í einkunn á sérstöku korti fyrir besta leikmann umferðarinnar í FIFA 18 er hann var á mála hjá Augsburg.

Margir hafa komist í lið vikunnar, eins og Albert Guðmundsson á þessu tímabili, en þar fékk hann 85 í einkunn. Það er möguleiki á að hann bæti eða jafni met Glódísar þegar lið ársins verður tilkynnt í Seríu A seinna í þessum mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner