Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   þri 07. maí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Eriksen segir leikmenn bera sök á tapinu - „Vorum ekki inn í leiknum“
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen segir leikmenn bera sök á 4-0 niðurlægingunni gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær en þetta var stærsta tap tímabilsins til þessa.

Eriksen eins og margir aðrir í liði United áttu ömurlegan dag á skrifstofunni, sem var að þessu sinni staðsett á Selhurst Park í Lundúnum.

Miðjumaðurinn er samningsbundinn United út næsta tímabil en það eru meiri líkur en minni á að hann og nokkrir aðrir liðsfélagar hans verði látnir fara í sumar.

„Mikil vonbrigði. Við bara áttum slæman dag og vorum ekki inn í leiknum. Það er bara þannig,“ sagði Eriksen við BBC.

„Við getum ekki breytt því sem er í gangi varðandi meiðsli. Við verðum að gera það sem við getum á vellinum til að breyta því, en það skipti engu máli hverjir spiluðu í þessum leik. Það hefðu allir getað gert betur. Ég veit ekki útskýringuna á því af hverju þetta fór svona, en við vorum bara ekki nógu góðir. Við reyndum að gera það sem við gátum en það var ekki nóg. Við leikmenn berum sök á þessu,“ sagði Eriksen í lokin.
Athugasemdir
banner
banner