Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mán 06. maí 2024 22:44
Stefán Marteinn Ólafsson
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í kvöld
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn gerðu sér góða ferð í Kópavoginn þar sem þeir mættu Breiðablik í lokaleik 5.umferðar Bestu deildar karla. Um var að ræða stórleik umferðarinnar og hann svo sannarlega brást ekki.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

„Bara mjög sáttir. Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur á móti mjög góðu liði sérstaklega á heimavelli. Gott að snúa þessu svolítið við eftir nokkur svekkjandi úrslit í síðustu leikjum í deildinni. Er bara mjög sáttur með mjög sterk þrjú stig." Sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld.

Eftir svekkjandi úrslit í síðustu leikjum var kærkomið að landa sterkum sigri á útivelli gegn Breiðablik.

„Bara frábært. Eins og þú segir þá hafa síðustu úrslit í deildinni búin að vera mjög svekkjandi en við höfum fulla trú á því hvað við getum og þegar við spilum vel þá erum við með hörku lið en við verðum bara að vera rólegir og standa saman. Þá gerist kannski eitthvað sérstakt í sumar en þetta eru svona leikirnir sem að við þurfum að vinna ef við ætlum að vera í efstu tveim, þrem sætunum og minnka forskotið sem er búið að myndast núna." 

Þetta var annar leikur Gylfa Þórs í röð þar sem hann náði 90.mínútum og er standið svona hægt og rólega að koma.

„Ég held að standið sé bara svona ágætt. Ég náði ekkert að æfa í vikunni nema í upphitun í gær. Þetta kemur allt og bara frábært að geta spilað og náð 90.mínútum aftur og þannig kemur þetta. Það er nóg af leikjum eftir í sumar og vonandi er þetta allt á uppleið."

Nánar er rætt við Gylfa Þór Sigurðsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner