Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
banner
   mán 06. maí 2024 22:44
Stefán Marteinn Ólafsson
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í kvöld
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn gerðu sér góða ferð í Kópavoginn þar sem þeir mættu Breiðablik í lokaleik 5.umferðar Bestu deildar karla. Um var að ræða stórleik umferðarinnar og hann svo sannarlega brást ekki.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

„Bara mjög sáttir. Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur á móti mjög góðu liði sérstaklega á heimavelli. Gott að snúa þessu svolítið við eftir nokkur svekkjandi úrslit í síðustu leikjum í deildinni. Er bara mjög sáttur með mjög sterk þrjú stig." Sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld.

Eftir svekkjandi úrslit í síðustu leikjum var kærkomið að landa sterkum sigri á útivelli gegn Breiðablik.

„Bara frábært. Eins og þú segir þá hafa síðustu úrslit í deildinni búin að vera mjög svekkjandi en við höfum fulla trú á því hvað við getum og þegar við spilum vel þá erum við með hörku lið en við verðum bara að vera rólegir og standa saman. Þá gerist kannski eitthvað sérstakt í sumar en þetta eru svona leikirnir sem að við þurfum að vinna ef við ætlum að vera í efstu tveim, þrem sætunum og minnka forskotið sem er búið að myndast núna." 

Þetta var annar leikur Gylfa Þórs í röð þar sem hann náði 90.mínútum og er standið svona hægt og rólega að koma.

„Ég held að standið sé bara svona ágætt. Ég náði ekkert að æfa í vikunni nema í upphitun í gær. Þetta kemur allt og bara frábært að geta spilað og náð 90.mínútum aftur og þannig kemur þetta. Það er nóg af leikjum eftir í sumar og vonandi er þetta allt á uppleið."

Nánar er rætt við Gylfa Þór Sigurðsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner