Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
banner
   mán 06. maí 2024 22:44
Stefán Marteinn Ólafsson
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í kvöld
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn gerðu sér góða ferð í Kópavoginn þar sem þeir mættu Breiðablik í lokaleik 5.umferðar Bestu deildar karla. Um var að ræða stórleik umferðarinnar og hann svo sannarlega brást ekki.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

„Bara mjög sáttir. Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur á móti mjög góðu liði sérstaklega á heimavelli. Gott að snúa þessu svolítið við eftir nokkur svekkjandi úrslit í síðustu leikjum í deildinni. Er bara mjög sáttur með mjög sterk þrjú stig." Sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld.

Eftir svekkjandi úrslit í síðustu leikjum var kærkomið að landa sterkum sigri á útivelli gegn Breiðablik.

„Bara frábært. Eins og þú segir þá hafa síðustu úrslit í deildinni búin að vera mjög svekkjandi en við höfum fulla trú á því hvað við getum og þegar við spilum vel þá erum við með hörku lið en við verðum bara að vera rólegir og standa saman. Þá gerist kannski eitthvað sérstakt í sumar en þetta eru svona leikirnir sem að við þurfum að vinna ef við ætlum að vera í efstu tveim, þrem sætunum og minnka forskotið sem er búið að myndast núna." 

Þetta var annar leikur Gylfa Þórs í röð þar sem hann náði 90.mínútum og er standið svona hægt og rólega að koma.

„Ég held að standið sé bara svona ágætt. Ég náði ekkert að æfa í vikunni nema í upphitun í gær. Þetta kemur allt og bara frábært að geta spilað og náð 90.mínútum aftur og þannig kemur þetta. Það er nóg af leikjum eftir í sumar og vonandi er þetta allt á uppleið."

Nánar er rætt við Gylfa Þór Sigurðsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 15 7 4 4 27 - 24 +3 25
5.    ÍA 15 7 3 5 33 - 21 +12 24
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner
banner