Valsmenn gerðu sér góða ferð í Kópavoginn þar sem þeir mættu Breiðablik í lokaleik 5.umferðar Bestu deildar karla. Um var að ræða stórleik umferðarinnar og hann svo sannarlega brást ekki.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 3 Valur
„Bara mjög sáttir. Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur á móti mjög góðu liði sérstaklega á heimavelli. Gott að snúa þessu svolítið við eftir nokkur svekkjandi úrslit í síðustu leikjum í deildinni. Er bara mjög sáttur með mjög sterk þrjú stig." Sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld.
Eftir svekkjandi úrslit í síðustu leikjum var kærkomið að landa sterkum sigri á útivelli gegn Breiðablik.
„Bara frábært. Eins og þú segir þá hafa síðustu úrslit í deildinni búin að vera mjög svekkjandi en við höfum fulla trú á því hvað við getum og þegar við spilum vel þá erum við með hörku lið en við verðum bara að vera rólegir og standa saman. Þá gerist kannski eitthvað sérstakt í sumar en þetta eru svona leikirnir sem að við þurfum að vinna ef við ætlum að vera í efstu tveim, þrem sætunum og minnka forskotið sem er búið að myndast núna."
Þetta var annar leikur Gylfa Þórs í röð þar sem hann náði 90.mínútum og er standið svona hægt og rólega að koma.
„Ég held að standið sé bara svona ágætt. Ég náði ekkert að æfa í vikunni nema í upphitun í gær. Þetta kemur allt og bara frábært að geta spilað og náð 90.mínútum aftur og þannig kemur þetta. Það er nóg af leikjum eftir í sumar og vonandi er þetta allt á uppleið."
Nánar er rætt við Gylfa Þór Sigurðsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |