Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fös 26. janúar 2024 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon Rafn til Brentford (Staðfest)
Mynd: Brentford
Mynd: Brentford
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson hefur skrifað undir samning við enska félagið Brentford sem gildir fram á sumarið 2028. Brentford tilkynnti um komu hans í dag og beðið er eftir leikheimild. Félagið getur framlengt samninginn um tvö ár til viðbótar.

Hann er keyptur frá sænska félaginu Elfsborg þar sem hann hefur varið mark liðsins undanfarið eitt og hálft tímabil. Hann var valinn besti markvörður sænsku deildarinnar í lok síðasta tímabils. Hann hélt hreinu oftast (13) og af markvörðum deildarinnar varði hann hlutfallslega hæstu prósentuna af skotum sem hann fékk á sig.

Hákon er 22 ára og er hann uppalinn hjá Gróttu. Hann var keyptur til Elfsborg sumarið 2021 og lék hann sinn fyrsta leik þremur mánuðum eftir komu sína til Svíþjóðar.

Í nóvember lék hann sinn fyrsta keppnisleik fyrir A-landsliðið þegar hann varði mark liðsins gegn Portúgal og fékk hann mikið lof fyrir frammistöðu sína.

Brentford greiðir ríflega 3 milljónir evra fyrir Hákon sem gerir hann að dýrasta markverði í sögu sænsku deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner