Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   þri 07. maí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Þriðji byrjunarliðsmaðurinn sem meiðist á hné - Óvíst hvort hann fari með á EM
Mynd: Getty Images
Alexander Schlager, markvörður RB Salzburg og austurríska landsliðsins, verður ekki meira með félagsliði sínu á þessu tímabili eftir að hafa meiðst á hné.

Salzburg greindi frá því í gær að Schlager væri á leið í aðgerð á hné vegna meiðsla sinna en ekki kom fram hversu lengi hann verður frá.

Talið er líklegt að hann verði ekki með næstu mánuði og verði því þriðji byrjunarliðsmaður austurríska landsliðsins sem missir af Evrópumótinu í Þýskalandi.

David Alaba, leikmaður Real Madrid, missir einnig af mótinu vegna hnémeiðsla og sömu sögu er að segja af Xaver Schlager sem sleit krossband í leik með Leipzig um helgina.

Sasa Kalajdzic, sóknarmaður Eintracht Frankfurt, mun einnig missa af mótinu eftir að hafa meiðst á hné í febrúar. Hann er ekki fastamaður í byrjunarliðinu en þó fengið dágóðan spiltíma þegar hann er heill.
Athugasemdir
banner
banner