Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   mán 06. maí 2024 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Atalanta vann nauman sigur á botnliðinu - Napoli tapaði stigum
Mynd: EPA
Atalanta er komið upp í 5. sæti Seríu A eftir að liðið vann nauman 2-1 sigur á Salernitana í kvöld.

Liðið er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og var þessi sigur því mikilvægur.

Botnlið Salernitana náði forystunni á 18. mínútu en Atalanta náði að snúa taflinu við á sex mínútum í síðari hálfleik. Gianluca Scamacca jafnaði metin á 57. mínútu áður en hollenski miðjumaðurinn Teun Koopmeiners gerði sigurmarkið sex mínútum síðar.

Atalanta er í 5. sæti deildarinnar með 60 stig og á leik til góða á liðin í kringum sig.

Udinese og Napoli gerðu 1-1 jafntefli í Údin. Nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen skoraði mark Napoli á 51. mínútu.

Sigur hefði gert mikið fyrir Napoli í baráttu liðsins um Evrópudeildarsæti en Isaac Success ákvað að gera þá baráttu erfiðari með því að jafna fyrir Udinese undir lok leiks.

Napoli er í 8. sæti deildarinnar með 51 stig. Það sæti gefur þáttökurétt í Sambandsdeild Evrópu, en Napoli vill væntanlega stefna á Evrópudeildarsæti. Liðið er fimm stigum á eftir Lazio sem er í 7. sæti þegar þrír leikir eru eftir.

Úrslit og markaskorarar:

Salernitana 1 - 2 Atalanta
1-0 Loum Tchaouna ('18 )
1-1 Gianluca Scamacca ('57 )
1-2 Teun Koopmeiners ('63 )

Udinese 1 - 1 Napoli
0-1 Victor Osimhen ('51 )
1-1 Isaac Success ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner