Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 06. maí 2024 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Byrjar með látum í Fram
Kvenaboltinn
Murielle Tiernan.
Murielle Tiernan.
Mynd: Toggi Pop
„Við vorum mjög spenntar að byrja tímabilið. Undirbúningstímabilið hefur verið langt. Við byrjuðum hægt en við erum stoltar af því hvernig við kláruðum leikinn," sagði Murielle Tiernan, sóknarmaður Fram, eftir 8-2 sigur gegn ÍR í fyrsta leik í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Fram 8 -  2 ÍR

ÍR tók forystuna snemma í leiknum en eftir það er óhætt að segja að Fram hafi leikið á als oddi.

„Við höfðum 83 mínútur til að koma til baka. Við þekkjum okkar styrkleika. Ég var ekki áhyggjufull en þetta var vakning fyrir okkur. Vonandi getum við lært af þessu og byrjað betur næst."

Murielle skoraði þrennu í sínum fyrsta deildarleik fyrir Fram en hún gekk í raðir félagsins frá Tindastóli í vetur. Hún er ansi góður leikmaður í Lengjudeildinni og hefur sannað það á síðustu árum með Tindastóli.

„Það skiptir ekki máli hvaðan mörkin koma svo lengi sem þau koma. Ég skoraði þrjú í dag en svo lengi sem boltinn liggur í netinu þá skiptir ekki máli hver skorar," segir Murielle.

Hvernig er það fyrir hana að spila í bláu eftir mörg ár á Sauðárkróki?

„Það er gaman. Ég spilaði í bláu í menntaskóli en ég hef verið í vínrauðu í háskóla og í Tindstóli. Það er gaman að vera komin aftur í blátt. Það var erfitt að fara frá Tindastóli því þau eru fjölskyldan mín, og eru það enn. Ég styð þær mikið og ég vil ekkert meira en að þeim gangi vel. Ég elska allar í liðinu þeirra."

„Það var margt mismunandi í mínu lífi sem varð til þess að ég prófaði eitthvað nýtt. Ég er ánægð með það hvar ég endaði. Það er gott að eiga tvær fjölskyldur í fótboltanum núna."

Hún valdi að fara í Lengjudeildina frekar en í Bestu deildina.

„Þegar ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað annað þá vildi ég ekki spila gegn Tindastóli. Þær eru mitt lið. Ég vil ekki taka neitt frá þeirra árangri. Ég var áhyggjufull að mæta þeim kannski í bikarnum, en við fengum Val í staðinn. Ég vil spila áfram og halda áfram að búa á Íslandi. Fram gaf mér það tækifæri og ég er þakklát fyrir það."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner