Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   mán 06. maí 2024 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Byrjar með látum í Fram
Murielle Tiernan.
Murielle Tiernan.
Mynd: Toggi Pop
„Við vorum mjög spenntar að byrja tímabilið. Undirbúningstímabilið hefur verið langt. Við byrjuðum hægt en við erum stoltar af því hvernig við kláruðum leikinn," sagði Murielle Tiernan, sóknarmaður Fram, eftir 8-2 sigur gegn ÍR í fyrsta leik í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Fram 8 -  2 ÍR

ÍR tók forystuna snemma í leiknum en eftir það er óhætt að segja að Fram hafi leikið á als oddi.

„Við höfðum 83 mínútur til að koma til baka. Við þekkjum okkar styrkleika. Ég var ekki áhyggjufull en þetta var vakning fyrir okkur. Vonandi getum við lært af þessu og byrjað betur næst."

Murielle skoraði þrennu í sínum fyrsta deildarleik fyrir Fram en hún gekk í raðir félagsins frá Tindastóli í vetur. Hún er ansi góður leikmaður í Lengjudeildinni og hefur sannað það á síðustu árum með Tindastóli.

„Það skiptir ekki máli hvaðan mörkin koma svo lengi sem þau koma. Ég skoraði þrjú í dag en svo lengi sem boltinn liggur í netinu þá skiptir ekki máli hver skorar," segir Murielle.

Hvernig er það fyrir hana að spila í bláu eftir mörg ár á Sauðárkróki?

„Það er gaman. Ég spilaði í bláu í menntaskóli en ég hef verið í vínrauðu í háskóla og í Tindstóli. Það er gaman að vera komin aftur í blátt. Það var erfitt að fara frá Tindastóli því þau eru fjölskyldan mín, og eru það enn. Ég styð þær mikið og ég vil ekkert meira en að þeim gangi vel. Ég elska allar í liðinu þeirra."

„Það var margt mismunandi í mínu lífi sem varð til þess að ég prófaði eitthvað nýtt. Ég er ánægð með það hvar ég endaði. Það er gott að eiga tvær fjölskyldur í fótboltanum núna."

Hún valdi að fara í Lengjudeildina frekar en í Bestu deildina.

„Þegar ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað annað þá vildi ég ekki spila gegn Tindastóli. Þær eru mitt lið. Ég vil ekki taka neitt frá þeirra árangri. Ég var áhyggjufull að mæta þeim kannski í bikarnum, en við fengum Val í staðinn. Ég vil spila áfram og halda áfram að búa á Íslandi. Fram gaf mér það tækifæri og ég er þakklát fyrir það."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner