Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 06. maí 2024 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Byrjar með látum í Fram
Kvenaboltinn
Murielle Tiernan.
Murielle Tiernan.
Mynd: Toggi Pop
„Við vorum mjög spenntar að byrja tímabilið. Undirbúningstímabilið hefur verið langt. Við byrjuðum hægt en við erum stoltar af því hvernig við kláruðum leikinn," sagði Murielle Tiernan, sóknarmaður Fram, eftir 8-2 sigur gegn ÍR í fyrsta leik í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Fram 8 -  2 ÍR

ÍR tók forystuna snemma í leiknum en eftir það er óhætt að segja að Fram hafi leikið á als oddi.

„Við höfðum 83 mínútur til að koma til baka. Við þekkjum okkar styrkleika. Ég var ekki áhyggjufull en þetta var vakning fyrir okkur. Vonandi getum við lært af þessu og byrjað betur næst."

Murielle skoraði þrennu í sínum fyrsta deildarleik fyrir Fram en hún gekk í raðir félagsins frá Tindastóli í vetur. Hún er ansi góður leikmaður í Lengjudeildinni og hefur sannað það á síðustu árum með Tindastóli.

„Það skiptir ekki máli hvaðan mörkin koma svo lengi sem þau koma. Ég skoraði þrjú í dag en svo lengi sem boltinn liggur í netinu þá skiptir ekki máli hver skorar," segir Murielle.

Hvernig er það fyrir hana að spila í bláu eftir mörg ár á Sauðárkróki?

„Það er gaman. Ég spilaði í bláu í menntaskóli en ég hef verið í vínrauðu í háskóla og í Tindstóli. Það er gaman að vera komin aftur í blátt. Það var erfitt að fara frá Tindastóli því þau eru fjölskyldan mín, og eru það enn. Ég styð þær mikið og ég vil ekkert meira en að þeim gangi vel. Ég elska allar í liðinu þeirra."

„Það var margt mismunandi í mínu lífi sem varð til þess að ég prófaði eitthvað nýtt. Ég er ánægð með það hvar ég endaði. Það er gott að eiga tvær fjölskyldur í fótboltanum núna."

Hún valdi að fara í Lengjudeildina frekar en í Bestu deildina.

„Þegar ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað annað þá vildi ég ekki spila gegn Tindastóli. Þær eru mitt lið. Ég vil ekki taka neitt frá þeirra árangri. Ég var áhyggjufull að mæta þeim kannski í bikarnum, en við fengum Val í staðinn. Ég vil spila áfram og halda áfram að búa á Íslandi. Fram gaf mér það tækifæri og ég er þakklát fyrir það."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner