Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   mán 06. maí 2024 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Byrjar með látum í Fram
Murielle Tiernan.
Murielle Tiernan.
Mynd: Toggi Pop
„Við vorum mjög spenntar að byrja tímabilið. Undirbúningstímabilið hefur verið langt. Við byrjuðum hægt en við erum stoltar af því hvernig við kláruðum leikinn," sagði Murielle Tiernan, sóknarmaður Fram, eftir 8-2 sigur gegn ÍR í fyrsta leik í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Fram 8 -  2 ÍR

ÍR tók forystuna snemma í leiknum en eftir það er óhætt að segja að Fram hafi leikið á als oddi.

„Við höfðum 83 mínútur til að koma til baka. Við þekkjum okkar styrkleika. Ég var ekki áhyggjufull en þetta var vakning fyrir okkur. Vonandi getum við lært af þessu og byrjað betur næst."

Murielle skoraði þrennu í sínum fyrsta deildarleik fyrir Fram en hún gekk í raðir félagsins frá Tindastóli í vetur. Hún er ansi góður leikmaður í Lengjudeildinni og hefur sannað það á síðustu árum með Tindastóli.

„Það skiptir ekki máli hvaðan mörkin koma svo lengi sem þau koma. Ég skoraði þrjú í dag en svo lengi sem boltinn liggur í netinu þá skiptir ekki máli hver skorar," segir Murielle.

Hvernig er það fyrir hana að spila í bláu eftir mörg ár á Sauðárkróki?

„Það er gaman. Ég spilaði í bláu í menntaskóli en ég hef verið í vínrauðu í háskóla og í Tindstóli. Það er gaman að vera komin aftur í blátt. Það var erfitt að fara frá Tindastóli því þau eru fjölskyldan mín, og eru það enn. Ég styð þær mikið og ég vil ekkert meira en að þeim gangi vel. Ég elska allar í liðinu þeirra."

„Það var margt mismunandi í mínu lífi sem varð til þess að ég prófaði eitthvað nýtt. Ég er ánægð með það hvar ég endaði. Það er gott að eiga tvær fjölskyldur í fótboltanum núna."

Hún valdi að fara í Lengjudeildina frekar en í Bestu deildina.

„Þegar ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað annað þá vildi ég ekki spila gegn Tindastóli. Þær eru mitt lið. Ég vil ekki taka neitt frá þeirra árangri. Ég var áhyggjufull að mæta þeim kannski í bikarnum, en við fengum Val í staðinn. Ég vil spila áfram og halda áfram að búa á Íslandi. Fram gaf mér það tækifæri og ég er þakklát fyrir það."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner