Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 06. maí 2024 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Skoraði tvö í fyrsta deildarleiknum með Fram
Kvenaboltinn
Alda Ólafsdóttir.
Alda Ólafsdóttir.
Mynd: Toggi Pop
„Mér líður frábærlega. Við fengum klaufalegt mark á okkur í byrjun en náðum að svara hratt og vel fyrir það. Við tókum yfir eftir það," sagði Alda Ólafsdóttir, sóknarmaður Fram, eftir 8-2 sigur gegn ÍR í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 8 -  2 ÍR

Alda gerði tvö mörk í leiknum en hún skiptir yfir í Fram í vetur eftir að hafa verið ótrúleg með Fjölni í 2. deildinni í fyrra. Þar skoraði hún 33 mörk í 20 leikjum. Hún er núna búin að taka skrefið upp á við og byrjar þar ansi vel.

„Það er alltaf gott að byrja á því að skora strax. Ég er mjög ánægð með það," segir Alda en hún var tekin af velli í seinni hálfleiknum. Var hún pirruð að ná ekki að skora þrennuna?

„Ég vil alltaf spila, en maður tekur því bara."

Hún er mjög ánægð með þá ákvörðun að hafa farið yfir í Fram í vetur.

„Það hafa verið ótrúlega miklar bætingar hjá okkur í vetur. Hópurinn er geggjaður og það er mikil stemning hérna í Fram. Ég er með persónuleg markmið og svo erum við með liðsmarkmið líka sem við ætlum að halda út af fyrir okkur. Við stefnum allavega hátt."

Fram hafnaði tilboði í Öldu áður en hún spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið. Keflavík í Bestu deildinni reyndi að fá hana. „Mér finnst það viðurkenning fyrir mig. Það var gaman að fá boðið en það var aldrei spurning fyrir mig að vera áfram hjá Fram. Mér líður mjög vel hérna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner