Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   mán 06. maí 2024 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Skoraði tvö í fyrsta deildarleiknum með Fram
Alda Ólafsdóttir.
Alda Ólafsdóttir.
Mynd: Toggi Pop
„Mér líður frábærlega. Við fengum klaufalegt mark á okkur í byrjun en náðum að svara hratt og vel fyrir það. Við tókum yfir eftir það," sagði Alda Ólafsdóttir, sóknarmaður Fram, eftir 8-2 sigur gegn ÍR í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 8 -  2 ÍR

Alda gerði tvö mörk í leiknum en hún skiptir yfir í Fram í vetur eftir að hafa verið ótrúleg með Fjölni í 2. deildinni í fyrra. Þar skoraði hún 33 mörk í 20 leikjum. Hún er núna búin að taka skrefið upp á við og byrjar þar ansi vel.

„Það er alltaf gott að byrja á því að skora strax. Ég er mjög ánægð með það," segir Alda en hún var tekin af velli í seinni hálfleiknum. Var hún pirruð að ná ekki að skora þrennuna?

„Ég vil alltaf spila, en maður tekur því bara."

Hún er mjög ánægð með þá ákvörðun að hafa farið yfir í Fram í vetur.

„Það hafa verið ótrúlega miklar bætingar hjá okkur í vetur. Hópurinn er geggjaður og það er mikil stemning hérna í Fram. Ég er með persónuleg markmið og svo erum við með liðsmarkmið líka sem við ætlum að halda út af fyrir okkur. Við stefnum allavega hátt."

Fram hafnaði tilboði í Öldu áður en hún spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið. Keflavík í Bestu deildinni reyndi að fá hana. „Mér finnst það viðurkenning fyrir mig. Það var gaman að fá boðið en það var aldrei spurning fyrir mig að vera áfram hjá Fram. Mér líður mjög vel hérna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner