Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 06. maí 2024 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Skoraði tvö í fyrsta deildarleiknum með Fram
Alda Ólafsdóttir.
Alda Ólafsdóttir.
Mynd: Toggi Pop
„Mér líður frábærlega. Við fengum klaufalegt mark á okkur í byrjun en náðum að svara hratt og vel fyrir það. Við tókum yfir eftir það," sagði Alda Ólafsdóttir, sóknarmaður Fram, eftir 8-2 sigur gegn ÍR í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 8 -  2 ÍR

Alda gerði tvö mörk í leiknum en hún skiptir yfir í Fram í vetur eftir að hafa verið ótrúleg með Fjölni í 2. deildinni í fyrra. Þar skoraði hún 33 mörk í 20 leikjum. Hún er núna búin að taka skrefið upp á við og byrjar þar ansi vel.

„Það er alltaf gott að byrja á því að skora strax. Ég er mjög ánægð með það," segir Alda en hún var tekin af velli í seinni hálfleiknum. Var hún pirruð að ná ekki að skora þrennuna?

„Ég vil alltaf spila, en maður tekur því bara."

Hún er mjög ánægð með þá ákvörðun að hafa farið yfir í Fram í vetur.

„Það hafa verið ótrúlega miklar bætingar hjá okkur í vetur. Hópurinn er geggjaður og það er mikil stemning hérna í Fram. Ég er með persónuleg markmið og svo erum við með liðsmarkmið líka sem við ætlum að halda út af fyrir okkur. Við stefnum allavega hátt."

Fram hafnaði tilboði í Öldu áður en hún spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið. Keflavík í Bestu deildinni reyndi að fá hana. „Mér finnst það viðurkenning fyrir mig. Það var gaman að fá boðið en það var aldrei spurning fyrir mig að vera áfram hjá Fram. Mér líður mjög vel hérna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner