Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   mán 06. maí 2024 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Skoraði tvö í fyrsta deildarleiknum með Fram
Kvenaboltinn
Alda Ólafsdóttir.
Alda Ólafsdóttir.
Mynd: Toggi Pop
„Mér líður frábærlega. Við fengum klaufalegt mark á okkur í byrjun en náðum að svara hratt og vel fyrir það. Við tókum yfir eftir það," sagði Alda Ólafsdóttir, sóknarmaður Fram, eftir 8-2 sigur gegn ÍR í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 8 -  2 ÍR

Alda gerði tvö mörk í leiknum en hún skiptir yfir í Fram í vetur eftir að hafa verið ótrúleg með Fjölni í 2. deildinni í fyrra. Þar skoraði hún 33 mörk í 20 leikjum. Hún er núna búin að taka skrefið upp á við og byrjar þar ansi vel.

„Það er alltaf gott að byrja á því að skora strax. Ég er mjög ánægð með það," segir Alda en hún var tekin af velli í seinni hálfleiknum. Var hún pirruð að ná ekki að skora þrennuna?

„Ég vil alltaf spila, en maður tekur því bara."

Hún er mjög ánægð með þá ákvörðun að hafa farið yfir í Fram í vetur.

„Það hafa verið ótrúlega miklar bætingar hjá okkur í vetur. Hópurinn er geggjaður og það er mikil stemning hérna í Fram. Ég er með persónuleg markmið og svo erum við með liðsmarkmið líka sem við ætlum að halda út af fyrir okkur. Við stefnum allavega hátt."

Fram hafnaði tilboði í Öldu áður en hún spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið. Keflavík í Bestu deildinni reyndi að fá hana. „Mér finnst það viðurkenning fyrir mig. Það var gaman að fá boðið en það var aldrei spurning fyrir mig að vera áfram hjá Fram. Mér líður mjög vel hérna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner