Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   þri 07. maí 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Gæti ekki beðið um betri manneskju til að spila mér við hlið"
Murielle Tiernan og Alda Ólafsdóttir.
Murielle Tiernan og Alda Ólafsdóttir.
Mynd: Toggi Pop
Fram byrjaði afar vel í Lengjudeild kvenna í gær en liðið vann 8-2 sigur á nýliðum ÍR. Nýtt sóknardúó Fram leit afar vel út í leiknum en Murielle Tiernan gerði þrennu og Alda Ólafsdóttir skoraði tvö mörk.

Lestu um leikinn: Fram 8 -  2 ÍR

Murielle hefur sýnt það og sannað að hún er frábær leikmaður í Lengjudeildinni en á sama tíma var Alda langbesti leikmaður 2. deildar í fyrra þar sem hún skoraði 33 mörk í 20 leikjum.

„Við vitum það alveg að það hræðast öll lið þessa sentera mína. Eðlilega," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í gær en þær eru strax byrjaðar að ná vel saman þrátt fyrir að hafa ekki spilað lengi í sama liði.

„Hún er frábær sóknarmaður og það er gaman að spila með henni. Ég veit að ef ég set boltann einhvers staðar nálægt henni þegar hún er fyrir framan markið, þá mun hún koma honum inn. Það hefur verið gaman að læra inn á hana og fyrir hana að læra inn á mig. Þetta verður skemmtilegt sumar," sagði Murielle eftir leikinn og tók Alda í sama streng.

„Það er geggjað að spila með Murr. Ég gæti ekki beðið um betri manneskju til að spila mér við hlið," sagði Alda.

Það verður spennandi að fylgjast með þeim í fremstu víglínu hjá Fram í sumar, svo sannarlega.
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Athugasemdir
banner
banner
banner