
Kvennalið Tindastóls hefur fært næsta heimaleik sinn gegn Fylki á Greifavöllinn á Akureyri.
Fresta þurfti leik Tindastóls og FH í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna vegna vallaraðstæðna á Sauðárkróksvelli.
Leikurinn fór fram sólarhringi síðar á vellinum þar sem FH hafði 1-0 sigur.
„Völlurinn er slysahætta eins og hann er í dag," sagði Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, við Feyki á dögunum en völlurinn fór undir vatn og er gúmmípúðinn undir honum ónýtur.
Tindastóll átti að mæta Fylki á Sauðárkróksvelli á fimmtudag en sá leikur hefur nú verið færður á Greifavöll á Akureyri. Hann hefst klukkan 16:00.
Stólarnir hafa unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir