Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 06. maí 2024 22:59
Brynjar Ingi Erluson
Komið gott hjá Casemiro - „Mér er fúlasta alvara“
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Brasilíska miðjumanninum Casemiro hefur verið ráðlagt að yfirgefa Manchester United í sumar og fara til Bandaríkjanna eða Sádi-Arabíu en hann átti eina verstu frammistöðu tímabilsins í 4-0 tapi Manchester United gegn Crystal Palace í kvöld.

Casemiro kom til Man Utd frá Real Madrid árið 2022 og átti ágætis tímabil í fyrra en hefur verið skugginn af sjálfum sér á þessari leiktíð.

Hann hefur alltaf spilað sem varnarsinnaður miðjumaður en hefur þurft að leysta miðvarðarstöðuna undanfarið vegna manneklu. Það er staða sem hann á alls ekki að spila.

Í kvöld bauð hann upp á eina verstu frammistöðu tímabilsins og er enski sparkspekingurinn Jamie Carragher á því að hann sé ekki lengur með gæðin til að spila á stóra sviðinu.

„Reyndur leikmaður eins og Casemiro á að vita það að hann eigi aðeins þrjá leiki eftir á hæsta stigi. Tveir deildarleikir og bikarúrslitaleikur og síðan á hann bara að fara í MLS-deildina eða til Sádi-Arabíu.“

„Mér er fúlasta alvara. Umboðsmaður hans og fólkið í kringum hann verður að segja honum að hann verði að hætta þessu. Við erum að horfa á einn besta leikmann nútímafótboltans, sem spilaði í einni bestu miðju sem við höfum séð í Evrópu, þar sem hann var djúpur með Kroos og Modric sér við hlið.“

„Ég kemst ekki nálægt því sem hann hefur afrekað. Hann vann Meistaradeildina, spilaði fyrir Brasilíu og Real Madrid, en ég man alltaf eftir einu þegar ég ákvað að hætta á sínum tíma. „Yfirgefðu fótboltann, áður en fótboltinn yfirgefur þig“, Fótboltinn hefur yfirgefið hann á stærsta sviðinu og hann verður bara að kalla þetta gott og fara.“

„Man Utd þarf bara að borga upp samninginn eða gera einhvers konar samkomulag. Svona leikmaður á ekki að þurfa að ganga í gegnum þetta og það gegn Crystal Palace. Hann er ekki að spila við Manchester City eða Real Madrid, svona með fullri virðingu fyrir Palace. Maður í þessum gæðaflokki á ekki fara í gegnum það sem hann er að fara í gegnum núna. Hann verður bara að kalla þetta gott,“
sagði Carragher á Sky.
Athugasemdir
banner
banner
banner