Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   þri 07. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Alonso vill fá miðjumann Girona til Leverkusen
Mynd: EPA
Þýska félagið Bayer Leverkusen er byrjað að skoða markaðinn fyrir sumarið en það er að skoða það að fá spænska miðjumanninn Aleix Garcia frá Girona.

Garcia er 26 ára gamall og komið víða við á ferlinum. Hann ólst upp hjá Villarreal en var seldur ungur að árum til Manchester City á Englandi.

Spánverjinn spilaði alls níu leiki, oftast sem varnarsinnaður miðjumaður og skoraði eitt mark í 2-1 sigri á Swansea í enska deildabikarnum.

Næstu ár var hann lánaður til Girona og síðar Mouscron áður en hann yfirgaf Man City á frjálsri sölu og samdi við Dinamo í Rúmeníu.

Eftir að hafa staðið sig vel þar hélt hann til Eibar á Spáni áður en Girona fékk hann á frjálsri sölu árið 2021.

Garcia hefur verið akkerið á miðju Girona á þessari leiktíð og komið að níu mörkum á ótrúlegu tímabili með liðinu en það mun spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Spænski blaðamaðurinn Ivan Quiros greinir nú frá því að Garcia sé á lista hjá Bayer Leverkusen fyrir sumarið. Hann er einn af mörgum sem eru á listanum en Xabi Alonso er sagður mikill aðdáandi.

Barcelona sýndi Garcia áhuga í janúar en hefur ekkert verið í sambandi við föruneyti hans nýlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner