Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   þri 07. maí 2024 08:25
Elvar Geir Magnússon
Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd
Powerade
Sancho í leik með Manchester United.
Sancho í leik með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Denzel Dumfries í leik með hollenska landsliðinu.
Denzel Dumfries í leik með hollenska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Sudakov til Chelsea?
Sudakov til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er kominn úr prentun. Sancho, Ten Hag, Osimhen, Toney, Oblak, Slot, Sudakov og fleiri koma við sögu. BBC tók saman.

Enski sóknarleikmaðurinn Jadon Sancho (24) vill ekki snúa aftur til Manchester United að loknum lánstíma sínum hjá Borussia Dortmund. (Talksport)

Úrúgvæski framherjinn Darwin Nunez (24) hefur gefið vangaveltum um brottför frá Liverpool í sumar byr undir báða vængi með því að eyða öllum myndum af tíma sínum á Anfield af Instagram síðu sinni. (90 mín)

Inter í Mílanó er tilbúið að hlusta á tilboð í hollenska varnarmanninn Denzel Dumfries (28) sem vill ganga til liðs við Manchester United. (La Gazzetta dello Sport)

Chelsea hefur aukið áhuga sinn á Georgiy Sudakov (21) miðjumanni Shakhtar Donetsk sem er metinn á 65 milljónir punda. Hann er einnig undir smásjám Arsenal, Manchester City og Liverpool. (Mail)

Chelsea vill einnig fá Victor Osimhen (25) nígerískan framherja Napoli sem er með rúmlega 100 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Sky Italia)

Roma vill fá Romelu Lukaku (30) alfarið til félagsins í sumar og Chelsea er tilbúið að selja belgíska framherjann, sem einnig vekur áhuga frá Sádi-Arabíu, fyrir 38 milljónir punda. (Fabrizio Romano)

Jan Oblak (31) markvörður Atletico Madrid og Slóveníu er annar leikmaður sem er á radarnum hjá Chelsea fyrir sumargluggann. Spænska félagið vill safna fé til að endurbyggja hópinn. (Fichajes)

Newcastle ætlar að endurvekja áhuga sinn á franska sóknarleikmanninum Michael Olise (22) hjá Crystal Palace en hann er metinn á 60 milljónir punda. (Mail)

West Ham og Tottenham vilja fá Ivan Toney (28) framherja Brentford og enska landsliðsins. Bæði félög ætla að bjóða um 50 milljónir punda. (Football Transfers)

Sænski framherjinn Viktor Gyökeres (25) vill ekki binda framtíð sína hjá Sporting Lissabon vegna áhuga frá Arsenal. (Standard)

Arne Slot, sem mun væntanlega taka við af Jurgen Klopp hjá Liverpool gæti tekið hollenska miðjumanninn Mats Wieffer (24) og hollenska varnarmanninn Lutsharel Geertruida (23) með sér frá Feyenoord til Anfield. (Football Insider)

Sevilla er meðal margra félaga sem fylgjast með Enzo Maresca (44), stjóra Leicester City, eftir að hann leiddi liðið aftur upp í úrvalsdeildina. (Mail)

Manchester United er að reyna að finna kaupanda fyrir brasilíska miðjumanninn Casemiro (32) í sumar til að reyna að lækka launakostnað félagsins. (Teamtalk)
Athugasemdir
banner
banner
banner