Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mán 06. maí 2024 23:51
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd aldrei tapað fleiri leikjum
Manchester United setti tvö óeftirsóknanverð met í 4-0 tapi sínu gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Frammistaða United var algert afhroð og virkar eins og leikmenn séu bara hættir að spila fyrir Erik ten Hag.

Casemiro var út um allt í vörninni, var skúrkurinn í tveimur mörkum og greinilega kominn yfir hæðina góðu.

Tap United í kvöld var það þrettánda í deildinni á þessari leiktíð en þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það tapar þessum fjölda af leikjum á einu tímabili í deildinni.

Ekki nóg með það þá hefur liðið fengið á sig 81 mark í öllum keppnum en það hefur ekki gerst síðan tímabilið 1976-1977.

United mun ekki spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og eru meiri líkur en minni á að Ten Hag verði látinn fara eftir þetta tímabil.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner