Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 06. maí 2024 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Hákon lék allan leikinn í dramatísku tapi - Elías Rafn varði víti
Elías Rafn varði víti en fékk ekki mikla hjálp frá liðsfélögum sínum í vörninni
Elías Rafn varði víti en fékk ekki mikla hjálp frá liðsfélögum sínum í vörninni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hákon Arnar lék allan leikinn í dramatísku tapi
Hákon Arnar lék allan leikinn í dramatísku tapi
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille töpuðu fyrir Lyon, 4-3, í dramatískum leik í frönsku deildinni í kvöld. Elías Rafn Ólafsson varði vítaspyrnu í 3-3 jafntefli Mafra gegn AVS í portúgölsku B-deildinni.

Hákon lék allan leikinn í liði Lille sem var að leiða með einu marki þegar fimm mínútur voru til leiksloka eftir að Bafode Diakite skoraði en Lyon svaraði með tveimur mörkum á þremur mínútum og hafði sigur.

Þetta var stórt högg í Meistaradeildarbaráttu Lille, sem er í 4. sæti, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.

Elias Rafn Ólafsson stóð í marki Mafra sem gerði 3-3 jafntefli við AVS í portúgölsku B-deildinni.

Hann gerði mjög vel í leiknum þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk. Elías varði vítaspyrnu í stöðunni 3-1 en liðsfélagar hans voru allt of lengi að koma sér inn í teiginn og tókst andstæðingum að hirða frákastið og skora.

Þriðja markið var skot fyrir utan teig sem breytti um stefnu etir að hafa farið af varnarmanni og í vinstra hornið. Mafra er í 7. sæti með 44 stig þegar tvær umferðir eru eftir.

Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Gautaborgar sem tapaði fyrir GAIS, 2-1, í sænsku úrvalsdeildinni. Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekknum. Gautaborg er í 12. sæti með 7 stig.

Oskar Sverrisson lék þá í vinstri bakverði hjá Varberg sem tapaði fyrir Trelleborg, 1-0, í sænsku B-deildinni. Varberg er í fallsæti með 4 stig eftir sex leiki.

Milos Milojevic og lærisveinar hans í Al Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum færast nær deildartitlinum. Liðið vann 4-1 sigur á Al Bataeh í kvöld og er það nú með níu stiga forystu á toppnum þegar fimm leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner