Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   þri 07. maí 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Dortmund eða PSG í úrslit?
Tekst Mbappe að vinna Meistaradeildina áður en hann fer frá PSG?
Tekst Mbappe að vinna Meistaradeildina áður en hann fer frá PSG?
Mynd: Getty Images
Í kvöld kemur í ljós hvort það verður Borussia Dortmund eða Paris Saint-Germain sem mun leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu.

Niclas Füllkrug skoraði eina markið í 1-0 sigri Dortmund á PSG á Signal Iduna Park í síðustu viku.

Leikurinn fer fram á Parc des Princes, heimavelli PSG, í kvöld, en leikurinn hefst klukkan 19:00.

Dortmund hefur tvisvar komist í úrslit keppninnar. Liðið vann keppnina eftirminnilega árið 1997 og þá stýrði Jürgen Klopp liðinu í úrslit árið 2013, en þar laut það í lægra haldi fyrir erkifjendum sínum í Bayern München.

PSG hefur einu sinni komist í úrslit en það var fyrir fjórum árum síðan en þá tapaði liðið einmitt líka fyrir Bayern.

Leikur dagsins:
19:00 PSG - Dortmund
Athugasemdir
banner
banner
banner